Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 44
Reglur um tilhögun íþróttakeppninnar
ó XII. landsmóti UMFÍ 1965
Samþ. á 23. sambandsþingi UMFÍ.
Keppnisgreinar mótsins verða:
Frjálsar íþróttir:
Karlagreinar:
100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup,
5000 m hlaup, 1000 m boðhlaup, langstökk,
þrístökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp,
kringlukast og spjótkast.
Kvennagreinar:
100 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, lang-
stökk, hástökk, kringlukast og kúluvarp.
1 boðhlaup má hvert héraðssamband að-
eins senda eina sveit.
Sund.
Karlagreinar:
100 m frjáls aðferð, 200 m bringusund, 800
m frjáls aðferð, 4x50 m boðsund (frjáls
aðferð), 100 m baksund.
Kvennagreinar:
100 m frjáls aðferð, 100 m bringusund, 400
m frjáls aðferð, 4x50 m boðsund, 50 m
baksund.
1 boðsund má hvert héraðssamband að-
eins senda eina sveit.
Glíma.
Knattspyrna.
Handknattleikur kvenna.
íþróttasýningar:
Hópsýningar 1 leikfimi.
Úrvalsflokkar karla og kvenna í leikfimi.
Þjóðdansar.
A. Frjálsar íþróttir:
Keppni í frjálsum íþróttum fer fram
báða dagana. Verður beitt forkeppni eða
undankeppni og úrslitum eftir því, sem
betur hentar keppendum og fyrirkomulagi
dagskrár. Þátttökutilkynningar skulu vera
komnar í hendur framkvæmdanefndar
mótsins í síðasta lagi tíu dögum fyrir mót-
ið. Hvert héraðssamband annist þessar til-
kynningar, en annars stjórnir félaga, sem
ekki eru aðilar að héraðssambandi. Öllum
þátttökutilkynningum fylgi nöfn fyrirliða
keppendahópanna. Hver þátttakandi hefur
rétt til keppni í þrem íþróttagreinum og
boðhlaupi. Þrjá keppendur má hver hér-
aðssamband senda í hverja grein.
Daginn fyrir fyrri keppnisdag skulu
fyrirliðar íþrótahópanna og stjórenendur
keppnisgreina ásamt starfsmönnum í-
þróttakeppninnar mæta til fundar á móts-
stað. Mótsstjórinn auglýsir tíma og fund-
arstað nánar síðar. Á fundi þessum skulu
bornar fram kærur vegna þátttöku- eða
áhugamannareglna; þá verður og fram-
kvæmt nafnakall og afhent verða númer
keppenda, sem þeir bera á brjósti og baki í
keppninni. Að loknum þeim fundi verða
engar breytingar leyfðar, nema í boðsveit-
um. Mjög rík áherzla er lögð á, að kepp-
endur mæti á réttum tíma til keppni og
beri númer sitt.
Þá verða á þessum fundi afhentar tíma-
setningar keppnisgreina, skipað niður í
riðla, dregið um brautir, stökk- og kaströð.
Nafnakall þátttakenda hverrar keppnis-
greinar fer fram tíu mínútum fyrir hinn
auglýsta tíma. Skulu þá keppendur mæta
á stað, sem síðar verður auglýstur, og
skulu þeir og starfsmenn ganga fylktu liði
þaðan til keppnisstaðar. f öllum riðlahlaup-
um flytjast 3 (ef sex brautir) eða 2 (ef 4
brautir) fyrstu menn úr hverjum riðli í
næsta hlaup á eftir.
44
SKINFAXI