Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 40
þeim, sem eins og sakir standa eru alráð í lífi æskufólksins. Það verður að reyna að hagnýta áðurnefnda þörf ung’mennanna fyrir fyrirmyndir að dá og tigna og keppn- isþrautir að sigrast á. Vandinn er í því fólginn að missa ekki sjónar á skapgerðarstyrkj andi takmarki æskulýðsstarfsins, þegar lagt er út á þessa braut. Augljóst er, að það er erfiðieikum bundið að kenna unglingum annað verð- gildismat en ríkir hjá hinum leiðandi öfl- um í þjóðfélaginu. Þess vegna er vart von- legt að árangur náist í æskulýðsstarfinu nema að sams konar barátta hefjist meðal hinna eldri kynslóða. Koma þá í Ijós löngu kunn sannindi, að uppeldisstarf er að jöfnu og verulegu leyti sjálfsögun uppalandans eins og ögun þess, sem alinn er upp. Ýmsir létu í ljós ótta við það, sem kalla mætti hugsjónauppeldi, vegna hættu á ein- sýni og forustudýrkun, vegna tryggðar við hugsjónina. Þessu var auðveldlega móti mælt með þvi að ekki skyldi mönnum kennt að rugla saman mönnum og mál- efnum, en mergurinn málsins er að hverj- um manni er nauðsynlegt að hafa trausta lífsskoðun, ef hann á að geta tekið mál- efnalega afstöðu til viðburða í umhverfi sínu. Ég gæti ihaldið lengi áfram að rekja það, sem fram kom í erindi og umræðum, en skal nú láta staðar numið. Hið verðmæt- asta við slíkar umræður og mannamót, sem þarna var, er að sjálfsögðu persónuleg reynsla og lærdómur þátttakendanna. Þess vegna er þýðingarmikið að slík umræðu- mót geti orðið sem allra fjölmennust og haldin sem oftast. Það varð líka ráðandi sjónarmið þegar tekin var afstaða til til- lögu um það, hvort hafa skuli þessar vikur þriðja eða fjórða hvert ár. Var einróma samþ. að sjaldnar en annaðhvert ár kæmi ekki til greina og stefna beri að árlegum norrænum æskulýðsvikum. Næsta æsku- lýðsvika verður í Noregi að ári og vonandi bregzt ekki að árið 1965 eða 1966 komi fjölmennur hópur frænda okkar á norræna æskulýðsviku hér á Islandi. Þá fáum við verðugt verkefni að vinna, að undirbúa lærdómsríkt umræðumót um þau vandamál, sem brýnasta þörfin er að leysa úr til eflingar æskulýðsstarfinu. Að- síðustu þakka ég það tækifæri, sem mér var gefið með að vera fulltrúi Islands á Valla folkhögskola þessa sumardaga 1962 um leið og ég harma að við vorurn ekki fleiri, en vonandi verður Islendinga hópur fjölmennari á öllum norrænum æskulýðs- vikum í framtíðinni. Islandi allt! Land mitt og þjóð Þú hrausta œska, þín er skylda brýn. Þú getur valiið kappans djörfu sýn. Þú heyrir tímans þyt i eggjum brands. Þú getur skapað framtíð okkar lands. Fjallkonan unga, ef i bönd þú berst brotinn skal hleltkur, ceskan, þjóðin verst. Landið mitt kœra, landið hvera og isa, Ijómandi borgir sé ég fagrar rísa. Gœfan hún vaki yfir veröld þinni, vitana ltveiki sögn i huga og minni. Vaxtarins drottinn, viljans þrek og þor þjóð minni gefðu og sigur, andans vor. Sk. Þ. 40 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.