Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 26
Erlingur E. Halldórsson:
Um starfshœtti Berliner Ensembles
Þrjá seinustu mánuði fyrra árs dvaldist ég í boði
austurþýzka menntamálaráðuneytisins við leikhús
Bertolts Brechts „Berliner Ensemble". Menntamála-
ráð veitti mér nokkum styrk til fararinnar. í grein-
inni reyni ég að lýsa vinnubrögðum leikhússins og
vík aðeins að fræðikenningum Brechts, þegar mér
þurfa þykir. E. E. H.
Bertolt Brecht stofnsetti Berliner En-
semble ásamt konu sinni Helene Weigel
árið 1949. Hinn 11. janúar 1950 var
„Mutter Courage" frumsýnd. Sýningar á
því leikriti voru orðnar 345 árið 1958, ekki
einasta í Austur-Þýzkalandi, heldur líka í
mörgum borgum Vestur-Þýzkalands og
víðs vegar um álfuna: í París, Vínarborg,
Moskvu, Varsjá, Leningrad, London. Það
var á sýningarskrá í vetur, en veikindi
Ernsts Buschs, sem leikur Kokkinn, hindr-
uðu sýningu á því. Sigurför Berliner En-
sembles hefur verið óslitin frá stofnunar-
degi. Fjórar sviðsetningar þess hafa hlotið
verðlaun Þjóðaleikhússins í París: „Mutter
Courage", „Kákasíski krítarhringurinn“,
„Hinn tafsami uppgangur Arturo Ui“ og
„Ævi Galileis“. Áhrif Brechts sem leik-
stjóra og rithöfundar geta ekki duliztþeim,
sem fylgjast með teiklistarlífi Vesturlanda.
Af þekktum leiklistarmönnum frönskum,
sem hafa lærtaf honum,mættinefnastjórn-
anda „Théátre National Populaire“ í París,
Jean Vilar; Roger Planchon, frábæran leik-
stjóra, sem stjórnaði leikflokki suður í
Lyon þegar ég var þarna við nám; leikrita-
höfundinn Arthur Adamov. Með lífsstarfi
sínu tókst honum að leysa, fyrir sinn tíma
sem einkenndist af miklum umbyltingum,
hið knýjandi verkefni, sem margur snjall
leikritahöfundur varð að játa sér ofviða:
að birta á leiksviði trúverðugar myndir af
veröld þessa tíma. Og þetta verkefni leysti
hann frá báðum hliðum, ef svo má segja:
honum dugði ekki að semja leikrit, hann
bjó þeim einnig, og leikritum annarra höf-
unda sem tóku huga hans fanginn, sérstæð-
an búning á leiksviði, búning sem hæfði
þeim og þörfum áhorfenda.
Fráfall Brechts 1956 var eðlilega mikill
hnekkir fyrir Berliner Ensemble, en ekki
verður þó séð að þess hafi gætt í starfi
leikhússins. Enn sem fyrr er stjórn þess í
höndum Plelene Weigel, og helzti leikstjóri
þess er Erich Engel, æskufélagi Brechts og
samstarfsmaður um margra ára bil. Leik-
stjórn hans á „Dreigroschenoper", sem var
frumsýnd 1960, er víðfræg, og gengur það
teikrit ennþá. 1 haust æfði hann af kappi,
þrátt fyrir háan aldur, „Schwevk í annarri
heimssityrjöldinni“. Hinir ungu leikstjórar
leikhússins, en þeir eru allir lærisveinar
Brechts og undantekningarlaust leiklistar-
fræðingar að menntun, hafa þegar sýnt að
þeir eru verðugir arftakar hans. Sviðsetn-
ing Peters Palitzschs og Manfreds Wek-
werths á „Hinn tafsami uppgangur Arturo
Ui“ fékk verðlaun hjá Þjóðaleikhúsinu í
París 1960. Palitzsch hvarf síðar vestur
yfir landamærin, en Wekwerth heldur
starfinu ótrauður áfram. Ásamt Tenschert
setti hann „Daga Kommúnunnar" á svið í
vetur. Það var nýtt afrek.
Þegar ég kom til leikhússins, seint í
26
SKINFAX I