Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 26
Erlingur E. Halldórsson: Um starfshœtti Berliner Ensembles Þrjá seinustu mánuði fyrra árs dvaldist ég í boði austurþýzka menntamálaráðuneytisins við leikhús Bertolts Brechts „Berliner Ensemble". Menntamála- ráð veitti mér nokkum styrk til fararinnar. í grein- inni reyni ég að lýsa vinnubrögðum leikhússins og vík aðeins að fræðikenningum Brechts, þegar mér þurfa þykir. E. E. H. Bertolt Brecht stofnsetti Berliner En- semble ásamt konu sinni Helene Weigel árið 1949. Hinn 11. janúar 1950 var „Mutter Courage" frumsýnd. Sýningar á því leikriti voru orðnar 345 árið 1958, ekki einasta í Austur-Þýzkalandi, heldur líka í mörgum borgum Vestur-Þýzkalands og víðs vegar um álfuna: í París, Vínarborg, Moskvu, Varsjá, Leningrad, London. Það var á sýningarskrá í vetur, en veikindi Ernsts Buschs, sem leikur Kokkinn, hindr- uðu sýningu á því. Sigurför Berliner En- sembles hefur verið óslitin frá stofnunar- degi. Fjórar sviðsetningar þess hafa hlotið verðlaun Þjóðaleikhússins í París: „Mutter Courage", „Kákasíski krítarhringurinn“, „Hinn tafsami uppgangur Arturo Ui“ og „Ævi Galileis“. Áhrif Brechts sem leik- stjóra og rithöfundar geta ekki duliztþeim, sem fylgjast með teiklistarlífi Vesturlanda. Af þekktum leiklistarmönnum frönskum, sem hafa lærtaf honum,mættinefnastjórn- anda „Théátre National Populaire“ í París, Jean Vilar; Roger Planchon, frábæran leik- stjóra, sem stjórnaði leikflokki suður í Lyon þegar ég var þarna við nám; leikrita- höfundinn Arthur Adamov. Með lífsstarfi sínu tókst honum að leysa, fyrir sinn tíma sem einkenndist af miklum umbyltingum, hið knýjandi verkefni, sem margur snjall leikritahöfundur varð að játa sér ofviða: að birta á leiksviði trúverðugar myndir af veröld þessa tíma. Og þetta verkefni leysti hann frá báðum hliðum, ef svo má segja: honum dugði ekki að semja leikrit, hann bjó þeim einnig, og leikritum annarra höf- unda sem tóku huga hans fanginn, sérstæð- an búning á leiksviði, búning sem hæfði þeim og þörfum áhorfenda. Fráfall Brechts 1956 var eðlilega mikill hnekkir fyrir Berliner Ensemble, en ekki verður þó séð að þess hafi gætt í starfi leikhússins. Enn sem fyrr er stjórn þess í höndum Plelene Weigel, og helzti leikstjóri þess er Erich Engel, æskufélagi Brechts og samstarfsmaður um margra ára bil. Leik- stjórn hans á „Dreigroschenoper", sem var frumsýnd 1960, er víðfræg, og gengur það teikrit ennþá. 1 haust æfði hann af kappi, þrátt fyrir háan aldur, „Schwevk í annarri heimssityrjöldinni“. Hinir ungu leikstjórar leikhússins, en þeir eru allir lærisveinar Brechts og undantekningarlaust leiklistar- fræðingar að menntun, hafa þegar sýnt að þeir eru verðugir arftakar hans. Sviðsetn- ing Peters Palitzschs og Manfreds Wek- werths á „Hinn tafsami uppgangur Arturo Ui“ fékk verðlaun hjá Þjóðaleikhúsinu í París 1960. Palitzsch hvarf síðar vestur yfir landamærin, en Wekwerth heldur starfinu ótrauður áfram. Ásamt Tenschert setti hann „Daga Kommúnunnar" á svið í vetur. Það var nýtt afrek. Þegar ég kom til leikhússins, seint í 26 SKINFAX I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.