Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 31
er að Ijá því meðfærilegt form. Hið al- menna er látið bh'tast í hinu sérstaka. Saga Kommúnunnar í París endurspeglast í lifi smáborgarafjölskyldu á Pigalle. Mutter Courage lærir ekkert um eðli styrjalda á löngum æviferli í skugga stríðsins, en sagan um tregðu hennar ætti að ljúka upp augum áhorfenda, hún ætti að sýna þeim ,,Að hinn mikli gróði af styrjöldum fellur ekki í hlut almennings. Að styrjaldir, sem eru áframhald af kaupsýslu með öðrum ráðum, gera mannlegar dyggðir tortím- andi, einnig fyrir þá, sem rækja þær. Að fyrir afnám -styrjalda er engin fórn of stór.“ (Tilvitnun í „Mutter Courage og börn hennar. Athugasemdir.“) Til að búa sig sem bezt undir þennan vanda — að gera tilfinningar, skoðanir, viðhorf, eða þjóðfélagsaðstæður meðfæri- legar á sviðinu — taka leikstjórarnir leik- ritið saman; sundurgreina það í einstökum atriðum og endursegja það í beinni frá- sögn. Sú endursögn verður svo rauði þráð- urinn í sjónleiknum, grind, sem fyllt er smámsaman upp í. Að birta söguþráð leik- ritanna eins ljóst og fært er, er ein af að- alreglum Berliner Ensembles. öll meiri- háttar leikrit má lesa á ýmsa vegu, og þess vegna er þetta engan veginn fyrirhafnar- laust. Fimmti kafli í „Mutter Courage“ er t. d. þannig sundurgreindur: „Nótt eftir or- ustu. Courage neitar herprestinum um liðs- foringjaskyrturnar, sem hann þarfnast til að binda um sár bændafólksins. Kattrin ógnar móður sinni. Kattrin leggur líf sitt í hættu til að bjarga hvítvoðungi. Courage harmar skyrtumissinn og hrifsar af kesju- liða, sem stal snafsi frá henni, kápu, er hann hefur tekið herfangi, á meðan Katt- rin dillar sínu herfangi, hvítvoðungnum.“ Friðardúfan eftir Picasso, einkennismerki Berliner Ensembles. Á þennan hátt greinast aðalatriði frá aukaatriðum, rás leikritsins verður ákveð- in og meðfærileg. Leikrit Brechts eru yfirleitt þannig byggð, að hver einstakur viðburður hefur sér til grundvallar eitthvert höndlanlegt fyrirbæri, „þjóðfélagslegan gestus“, sem hann nefndi svo. 1 fimmta kafla „Mutter Courage" eru „gestusarnir“ tveir: liðsfor- ingjaskyrturnar, sem enginn hefur ágirnd á nótt eftir sigur, nema til að rífa þær nið- ur í sárabindi, —og hvítvoðungurinn, sem sigurinn hefur svipt umönnun. Um þessi fyrirbæri snýst kaflinn: þjóðfélagsástand- ið birtist í þessum tveim „gestusum“. Áhiúf sigra, eða þessa sigurs, eru sýnd með áþreifanlegum dæmum. 1 bókasafni Berliner Ensembles gat ég blaðað að vild í ljósmyndaalbúmum og þykkum möppum með uppköstum að svið- setningum, endursögnum á söguþræði leik- rita, dómum og athugasemdum, sagnfræði- legum eða fagurfræðilegum. 1 ljósmynda- albúmunum gafst mér ekki aðeins kostur á SKINFAXI 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.