Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 31
er að Ijá því meðfærilegt form. Hið al- menna er látið bh'tast í hinu sérstaka. Saga Kommúnunnar í París endurspeglast í lifi smáborgarafjölskyldu á Pigalle. Mutter Courage lærir ekkert um eðli styrjalda á löngum æviferli í skugga stríðsins, en sagan um tregðu hennar ætti að ljúka upp augum áhorfenda, hún ætti að sýna þeim ,,Að hinn mikli gróði af styrjöldum fellur ekki í hlut almennings. Að styrjaldir, sem eru áframhald af kaupsýslu með öðrum ráðum, gera mannlegar dyggðir tortím- andi, einnig fyrir þá, sem rækja þær. Að fyrir afnám -styrjalda er engin fórn of stór.“ (Tilvitnun í „Mutter Courage og börn hennar. Athugasemdir.“) Til að búa sig sem bezt undir þennan vanda — að gera tilfinningar, skoðanir, viðhorf, eða þjóðfélagsaðstæður meðfæri- legar á sviðinu — taka leikstjórarnir leik- ritið saman; sundurgreina það í einstökum atriðum og endursegja það í beinni frá- sögn. Sú endursögn verður svo rauði þráð- urinn í sjónleiknum, grind, sem fyllt er smámsaman upp í. Að birta söguþráð leik- ritanna eins ljóst og fært er, er ein af að- alreglum Berliner Ensembles. öll meiri- háttar leikrit má lesa á ýmsa vegu, og þess vegna er þetta engan veginn fyrirhafnar- laust. Fimmti kafli í „Mutter Courage“ er t. d. þannig sundurgreindur: „Nótt eftir or- ustu. Courage neitar herprestinum um liðs- foringjaskyrturnar, sem hann þarfnast til að binda um sár bændafólksins. Kattrin ógnar móður sinni. Kattrin leggur líf sitt í hættu til að bjarga hvítvoðungi. Courage harmar skyrtumissinn og hrifsar af kesju- liða, sem stal snafsi frá henni, kápu, er hann hefur tekið herfangi, á meðan Katt- rin dillar sínu herfangi, hvítvoðungnum.“ Friðardúfan eftir Picasso, einkennismerki Berliner Ensembles. Á þennan hátt greinast aðalatriði frá aukaatriðum, rás leikritsins verður ákveð- in og meðfærileg. Leikrit Brechts eru yfirleitt þannig byggð, að hver einstakur viðburður hefur sér til grundvallar eitthvert höndlanlegt fyrirbæri, „þjóðfélagslegan gestus“, sem hann nefndi svo. 1 fimmta kafla „Mutter Courage" eru „gestusarnir“ tveir: liðsfor- ingjaskyrturnar, sem enginn hefur ágirnd á nótt eftir sigur, nema til að rífa þær nið- ur í sárabindi, —og hvítvoðungurinn, sem sigurinn hefur svipt umönnun. Um þessi fyrirbæri snýst kaflinn: þjóðfélagsástand- ið birtist í þessum tveim „gestusum“. Áhiúf sigra, eða þessa sigurs, eru sýnd með áþreifanlegum dæmum. 1 bókasafni Berliner Ensembles gat ég blaðað að vild í ljósmyndaalbúmum og þykkum möppum með uppköstum að svið- setningum, endursögnum á söguþræði leik- rita, dómum og athugasemdum, sagnfræði- legum eða fagurfræðilegum. 1 ljósmynda- albúmunum gafst mér ekki aðeins kostur á SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.