Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 63
ÁVARP
TIL LESENDA
Bamablaðið Æskan hefur komið út í tæp 64 ár og flutt að staðaldri margs
konar efni, svo sem smásögur, framhaldssögur, leikrit, þrautir, gátur,
ljóð og margt fleira. Allt efni er miðað við að börn og unglingar lesi það.
Blaðið hefur stækkað mjög á seinni árum eftir því sem kaupendafjöldinn
hefur aukizt, og til dæmis var síðasti árgangur um 300 blaðsíður. 1 blað-
inu eru að jafnaði mjög margar myndir, og ef við vitnum aftur í síðasta
árgang, þá voru um 600 myndir í 'honum.
Æskan hefur átt því láni að fagna að hafa frá upphafi góða og áhuga-
sama ritstjóra, sem hafa lagt sig fram um að vanda fráganga hennar og
efni. Núverandi ritstjóri Æskunnar er Grímur Engilberts. — 12 tölublöð
koma út á ári og kostar árangur af blaðinu kr. 75,00.
Æskan er stærsta og útbreiddasta barnablaðið, sem kemur út hér á landi.
Kaupendur hennar eru dreifðir út um allt land, og er tala þeirra milli
9 og 10 þúsund.
Kjörorð okkar er, að Æskan komist inn á hvert einasta barnaheimili á
landinu og verði lesendum sínum til gagns og ánægju. Við þökkum öllum,
sem vinna að því að útbreiða Æskuna.
Afgreiðsla blaðsins er í Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli við Kirkjutorg,
og þar er tekið á móti áskrifendum að blaðinu.
BarnablaðiS Æ S K A N
Sk>Nfaxi
63