Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 19
Lýðháskólamálið. Samþykkt var á síðasta sambandsþingi Ung- mennafélags íslands að styðja stofnun lýðháskóla í Slíálholti. Með það fyrir augum var Bjarni M. Gísla- son rith. fenginn til þess að skrifa um lýðháskóla- málið í Skinfaxa og í hefti, sem nú er í prentun, ritar um málið hinn kunni danski lýðháskólafröm- uður Jörgen Bukdahl. I Haukadal starfrækir Sigurður Greipsson raunar lýðháskóla og hefur sambandsstjóri, séra Eiríkur J. Eiríksson, mætt í skólanum og flutt þar erindi um æskulýðsmál. Leikstarf. Leikstarf var mikið á vegum ungmennafélaganna víða um land eins og áður. Ungmennafélag íslands hefur samið við Bandalag íslenzkra leikfélaga um að veita ungmennafélögunum aðstoð og fyrirgreiðslu á sama hátt og með sömu kjörum og leikfélögum. Mörg ungmennafélög hafa notfært sér þetta. Ncrræn samvinna. Ungmennafélögin á Norðurlöndum hafa samband sm á milli og skiptast á blöðum og bréfum. UMFÍ er áíram meðlimur í Nordisk Samorganisation för jord- bruksfackligt ock kullturellt Ungdomsarbete. UMFÍ tók þátt í landsmótinu í Vejle í Danmörku (sjá um utanför). UMFÍ tók þátt í starfsíþrótta- móti í Noregi haustið 1962 (sjá um starfsiþróttir). Norræna æskulýðsvikan 1962 fór fram í Svíþjóð. Skúli H. Norðdahl arkitekt var þar fulltrúi UMFÍ. Gert var ráð fyrir, að Norræna Æskulýðsvikan yrði haldin á íslandi 1965 eða 1966. Nánari ákvörðun um það verður tekin á Norrænu vikunni í Noregi 1964. Utanför. Að loknu landsmótinu að Laugum 1961 stofnaði LTMFÍ til hópferðar á íþróttalandsmót í Vejle í Dan- mörk 20.—23. júlí. f förinni voru 30 frjálsíþrótta- menn, karlar og konur, sem voru valdir í samræmi v*ð frammistöðu á Laugamótinu. Að viðbættum far- larstjórum og gestum var hópurinn alls um 40 manns. Öllum Norðurlöndunum var boðin þátttaka í þessu móti. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingar hafa sent svo fjölmennan hóp frjálsíþróttamanna til keppni erlendis. Piltamir sigruðu í frjálsum íþrótt- um, en þar voru 24 keppnisflokkar frá Norðurlönd- unum, dönsku íþróttasvæðunum og Suður-Slésvík. Stúlkurnar urðu nr. 2 af 27 keppnisflokkum. Öll frammistaða og framkoma íslenzku þátttakendanna var mjög rómuð og til sóma. Þátttakendur f íþrótt- um á þessu móti voru um 13 þúsund og áhorfendur þegar flest var 30—35 þús. Fararstjórar voru Stefán O.afur Jónsson, Sigurður Helgason og Þórir Þor- geirsson og undirbjuggu þeir förina ásamt fram- kvæmdastjóra sambandsins, sem einnig var með í utanförinni sem fulltrúi UMFÍ. Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi átti einnig mikinn þátt í undir- búningi fararinnar. Þá skal þess getið og þakkað, að menntamála- ráðuneytið og utanfararsjóður íþróttamanna styrkti förina verulega og Samband ísl. samvinnufélaga veitti einnig myndarlega fjárhagslega aðstoð. íþróttafólkið fékk ókeypis dvöl meðan á mótinu stóð. UMFÍ tók flugvél á leigu beint til Jótalands. Kostnaður á hvert sæti var kr. 5000,00, en venjulegt fargjald var þá um kr. 7000,00. Af þessum kr. 5000,00 greiddi íþróttafólkið sjálft kr. 2000,00. Af- sláttur og styrkur var því samtals kr. 5000,00 á mann. Æskulýðssamband íslands. Ungmennafélag íslands er í Æskulýðssambandi Islands. Æskulýðssambandið gegnir því hlutverki að vera tengiliður milli annarra æskulýðssambanda, sem starfa á ólíkum sviðum og eiga sín sérstæðu áhugmól. Það er einnig ráðgefandi aðili hins opin- bera um alþjóðlegt æskulýðsstarf á sviði almennra félags- og menningarmála. Sambandið gefur út fréttabréf til félaga sinna 6 sinnum á ári. Skúli H. Norðdahl arkitekt hefur átt sæti í fulltrúaráði sam- bandsins f. h. UMFÍ frá stofnun þess þar til 1962, en þá tók Stefán Ólafur Jónsson sæti í stað hans. Skúli H. Norðdahl var formiaður sambandsins árið 1961—1962. Núverandi formaður er Ólafur Egilsson cand. jur. Sambandið varð fimm ára á síðastliðnu ári. Sam- bandsstjóri UMFÍ, séra Eiríkur J. Eiríksson, sótti ráðstefnu um æskulýðsmál, sem haldin var í Kroge- ri.p-Höjskole í Danmörku í ágústmánuði s.l. sem fulltrúi Æskulýðssambands fslands. Æskulýðsráð Evrópu efndi til ráðstefnunnar og aðalmál hennar vai æskan og tómstundirnar. Til ráðstefnunnar voru boðaðir fulltrúar frá flest- uie löndum heims. SKINFAXI 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.