Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 19
Lýðháskólamálið.
Samþykkt var á síðasta sambandsþingi Ung-
mennafélags íslands að styðja stofnun lýðháskóla í
Slíálholti. Með það fyrir augum var Bjarni M. Gísla-
son rith. fenginn til þess að skrifa um lýðháskóla-
málið í Skinfaxa og í hefti, sem nú er í prentun,
ritar um málið hinn kunni danski lýðháskólafröm-
uður Jörgen Bukdahl.
I Haukadal starfrækir Sigurður Greipsson raunar
lýðháskóla og hefur sambandsstjóri, séra Eiríkur J.
Eiríksson, mætt í skólanum og flutt þar erindi um
æskulýðsmál.
Leikstarf.
Leikstarf var mikið á vegum ungmennafélaganna
víða um land eins og áður. Ungmennafélag íslands
hefur samið við Bandalag íslenzkra leikfélaga um
að veita ungmennafélögunum aðstoð og fyrirgreiðslu
á sama hátt og með sömu kjörum og leikfélögum.
Mörg ungmennafélög hafa notfært sér þetta.
Ncrræn samvinna.
Ungmennafélögin á Norðurlöndum hafa samband
sm á milli og skiptast á blöðum og bréfum. UMFÍ er
áíram meðlimur í Nordisk Samorganisation för jord-
bruksfackligt ock kullturellt Ungdomsarbete.
UMFÍ tók þátt í landsmótinu í Vejle í Danmörku
(sjá um utanför). UMFÍ tók þátt í starfsíþrótta-
móti í Noregi haustið 1962 (sjá um starfsiþróttir).
Norræna æskulýðsvikan 1962 fór fram í Svíþjóð.
Skúli H. Norðdahl arkitekt var þar fulltrúi UMFÍ.
Gert var ráð fyrir, að Norræna Æskulýðsvikan yrði
haldin á íslandi 1965 eða 1966. Nánari ákvörðun um
það verður tekin á Norrænu vikunni í Noregi 1964.
Utanför.
Að loknu landsmótinu að Laugum 1961 stofnaði
LTMFÍ til hópferðar á íþróttalandsmót í Vejle í Dan-
mörk 20.—23. júlí. f förinni voru 30 frjálsíþrótta-
menn, karlar og konur, sem voru valdir í samræmi
v*ð frammistöðu á Laugamótinu. Að viðbættum far-
larstjórum og gestum var hópurinn alls um 40 manns.
Öllum Norðurlöndunum var boðin þátttaka í
þessu móti. Þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingar
hafa sent svo fjölmennan hóp frjálsíþróttamanna til
keppni erlendis. Piltamir sigruðu í frjálsum íþrótt-
um, en þar voru 24 keppnisflokkar frá Norðurlönd-
unum, dönsku íþróttasvæðunum og Suður-Slésvík.
Stúlkurnar urðu nr. 2 af 27 keppnisflokkum. Öll
frammistaða og framkoma íslenzku þátttakendanna
var mjög rómuð og til sóma. Þátttakendur f íþrótt-
um á þessu móti voru um 13 þúsund og áhorfendur
þegar flest var 30—35 þús. Fararstjórar voru Stefán
O.afur Jónsson, Sigurður Helgason og Þórir Þor-
geirsson og undirbjuggu þeir förina ásamt fram-
kvæmdastjóra sambandsins, sem einnig var með í
utanförinni sem fulltrúi UMFÍ. Þorsteinn Einars-
son íþróttafulltrúi átti einnig mikinn þátt í undir-
búningi fararinnar.
Þá skal þess getið og þakkað, að menntamála-
ráðuneytið og utanfararsjóður íþróttamanna styrkti
förina verulega og Samband ísl. samvinnufélaga
veitti einnig myndarlega fjárhagslega aðstoð.
íþróttafólkið fékk ókeypis dvöl meðan á mótinu
stóð. UMFÍ tók flugvél á leigu beint til Jótalands.
Kostnaður á hvert sæti var kr. 5000,00, en venjulegt
fargjald var þá um kr. 7000,00. Af þessum kr.
5000,00 greiddi íþróttafólkið sjálft kr. 2000,00. Af-
sláttur og styrkur var því samtals kr. 5000,00 á
mann.
Æskulýðssamband íslands.
Ungmennafélag íslands er í Æskulýðssambandi
Islands. Æskulýðssambandið gegnir því hlutverki
að vera tengiliður milli annarra æskulýðssambanda,
sem starfa á ólíkum sviðum og eiga sín sérstæðu
áhugmól. Það er einnig ráðgefandi aðili hins opin-
bera um alþjóðlegt æskulýðsstarf á sviði almennra
félags- og menningarmála. Sambandið gefur út
fréttabréf til félaga sinna 6 sinnum á ári. Skúli H.
Norðdahl arkitekt hefur átt sæti í fulltrúaráði sam-
bandsins f. h. UMFÍ frá stofnun þess þar til 1962,
en þá tók Stefán Ólafur Jónsson sæti í stað hans.
Skúli H. Norðdahl var formiaður sambandsins árið
1961—1962. Núverandi formaður er Ólafur Egilsson
cand. jur.
Sambandið varð fimm ára á síðastliðnu ári. Sam-
bandsstjóri UMFÍ, séra Eiríkur J. Eiríksson, sótti
ráðstefnu um æskulýðsmál, sem haldin var í Kroge-
ri.p-Höjskole í Danmörku í ágústmánuði s.l. sem
fulltrúi Æskulýðssambands fslands. Æskulýðsráð
Evrópu efndi til ráðstefnunnar og aðalmál hennar
vai æskan og tómstundirnar.
Til ráðstefnunnar voru boðaðir fulltrúar frá flest-
uie löndum heims.
SKINFAXI
19