Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 17
Forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage, var heiðursgestur
á þinginu og mótinu. Margir af eldri forustumönn-
um ungmennafélaganna voru gestir Héraðssam-
bands Suður-Þingeyinga.
Iþróttir.
íþróttir voru mikið stundaðar á vegum sam-
bandsins. Flest héraðssambandanna og mikill fjöldi
einstakra ungmennafélaga héldu íþróttamót árlega,
þai sem keppt var í mörgum greinum íþrótta. Mörg
uijgmennafélög unnu nokkuð að byggingu félags-
heimila og íþróttavalla ein sér eða með öðrum fé-
lcgum í sveit sinni.
Árið 1961 höfðu 16 héraðssambönd samtals 63
kennara og leiðbeinendur. Kennslu nutu það ár
2021 karl og 655 konur eða samtals 2676 einstakling-
ar.
Árið 1962 höfðu 15 héraðssambönd samtals 71
kennara. Kennslu nutu þá 1176 konur og 2769 karl-
ar eða samtals 3945 einstaklingar.
Kennslugreinar voru: frjálsar íþróttir, sund, fim-
leikar, körfuknattleikur, handknattleikur, knatt-
spyrna, glíma og skíðaíþrótt. Þjóðdansar voru einn-
ig nokkuð iðkaðir.
UMFÍ, ÍSÍ og sérsambönd þess hafa haldið nokk-
ur námskeið fyrir leiðbeinendur á þessu tímabili.
Samstarf var gott við ÍSÍ og sérsambönd þess.
Undirbúningur er þegar hafinn að landsmótinu að
Laugarvatni 1965. Sjá enn fremur um landsmótið
1961 og utanför.
Starfsíþróttir.
Eins og undanfarin ár hefur Stefán Olafur Jóns-
son kennari haft umsjón með starfsíþróttum. Hefur
hann reynt að fara til þeirra héraðssambanda, sem
óskað hafa eftir leiðbeiningum. Með honum hefur
Vilborg Björnsdóttir húsmæðrakennari ferðazt í
sumar og kennt stúlkum. Hafa þau heimsótt héraðs-
sambönd í sumar og haft þar kynningarfundi og
stutt námskeið.
Gefnar hafa verið út leiðbeiningar í þrem nýjum
greinum. Þá hefur Fræðslumyndasafn ríkisins fyrir
atbeina Stefáns Ólafs tekið 40 litskuggamyndir úr
fjorum greinum starfsíþrótta. Eru þessar myndir
ætlaðar til fræðslu við kennslu. Húsmæðraskóli ís-
lai'ds og gróðrarstöðin Alaska útbjuggu verkefnin í
samráði við Stefán Ólaf Jónsson, Halldóru Eggerts-
dóttur námsstjóra og Vilborgu Björnsdóttur. Verða
myndir þessar til sölu hjá Fræðslumyndasafninu
nú í haust.
Ymsi fyrirtæki og stofnanir veittu UMFI mikil-
væga aðstoð við starfsíþróttirnar. Má þar nefna
Osta- og smjörsöluna, Skógrækt ríkisins, Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna o. fl.
Viðburð má telja það, er 10 manna hópur fór undir
stjórn Stefáns Ólafs Jónssonar til Noregs haustið
1962 á starfsíþróttamót Norðurlanda. Fóru fjórir til
þátttöku í keppninni og náðu allir góðum árangri.
DAGSKBÁ 23. SAMBANDSÞINGS
UNGMENNAFÉLAGS ÍSLANDS
7. og 8. september 1963.
Laugardagur 7. sept. kl. 2 e. h.
1. Þingsetning: Séra Eiríkur J. Eiríksson, sam-
bandsstjóri. Kjörnir forsetar og ritarar.
2. Ávarp: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaróðh.
3. Erindi: Hlutverk æskulýðsfélaga, séra Eiríkur J.
Eiríksson.
4. Skipuð kjörbréfanefnd og nefndanefnd.
5. Síðdegiskaffi að Hótel Sögu í boði menntamála-
ráðherra.
6. Skipað í nefndir: landsmótsnefnd, íþróttanefnd,
starfsíþróttanefnd, laganefnd, fjárhagsnefnd, alls-
herjarnefnd.
7. Skýrsla stjórnar og reikningar: Skúli Þorsteins-
son og Ármann Pétursson.
8. Lagabreytingar: Hafsteinn Þorvaldsson.
9. Landsmótið 1965: Eiríkur J. Eiríksson.
10. íþróttamál: Þorsteinn Einarsson.
11. Starfsíþróttir: Stefán Ólafur Jónsson.
12 Þrastaskógur: Þórður Pálsson.
13 Erindi fulltrúa og önnur mál.
Sunnudagur 8. sept. kl. 1.30 e. h.
14 Nefndir skila störfum.
15. Forseti íslands ávarpar þingfulltrúa í Bessa-
staðakirkju kl. 4 e. h. Að því loknu síðdegiskaffi
í boði forseta.
16. Kosningar.
17 Þingslit.
SKI NFAXI
17