Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 35
fræðingana eftir Diirrenmatt, sem var veigamesta sýning félagsins á leikárinu og meðal hinna eftirminnilegustu, sem hér hafa sézt. Jökull Jakobsson bregður í Hart i bak upp mörgum ágætum myndum úr íslenzku þjóðlífi ársi'ns 1963, þótt um sumt séu honum mislagðar hendur. T. d. er ein að- alpersónan Áróra tæpast íslenzk mann- gerð og sama máli gegnir um skósmiðinn. Þessi skötuhjú gætu vel verið sænsk eða norsk, en ekki íslenzk. Hins vegar er gamli skipstjórinn, sem Brynjólfur Jóhannesson !ék af mikilli snilld, rammíslenzkur. 1 þessum manni birtist mikið af beztu eiginleikum kynslóð- ar, sem er að hverfa. Heiðarleikinn er óbilandi, hann vill ekki skulda neinum neitt. Ekki kemur vandræðapilturinn Láki heldur á óvart. Orðbragð hans er tekið beint úr daglega lífinu í Reykjavík. Hann er meistari í að gera áætlanir, sem aldrei hefur staðið til að fylgja, loforð, sem engum dettur í hug að yrðu efnd, sögur, sem ekki hafa í sér svo mikið sem biáþráð af sann- leika, harða, órökstudda dóma um aðra og versta um þá nánustu. En undir öliu þessu er kvika viðkvæmrar unglingssálar, sem hylur sig í moldviðri tilbúinna atburða og slær sig til riddara á Ijóma, sem aldrei var nema skuggi í raunveruleikanum. Höfundur beitir óspart gagnrýninni og er allglöggur á veilur kynslóðar, sem er blinduð efnishyggju og nautnasjúk. Bjart- sýni höfundar birtist í því að unga fólkið er að reyna að hafa sig upp úr auðnuleys- inu þrátt fyrir lélegt uppeldi. Ef Jökull heldur áfram leikritagerð og vandar verk sín eftir beztu getu, má vafa- laust spá honum góðu gengi. Ástarhringurinn er ekki mjög efnis- mikið leikrit, en býr þó yfir einhverjum töfrum, sem erfitt er að skýra nánar. Leik- tjöld Steinþórs Sigurðssonar gerðu sitt til að skapa ótrúiega margbreytilegt um- hverfi í litlu rúmi. Með sýningunni á Eðlisfræðingunum náði Leikfélagið mestri reisn á leikárinu, enda verkið slíkt, að það hlaut að vekja athygli, jafnvel þeirra, sem helzt ekki vilja hugsa um ailvarleg viðfangsefni. Friedrich Dúrrenmatt byggir leikrit sitt á grundval'larhugs j ón Pugwashsamtak- anna, en það eru óháð samtök vísinda- manna. sem leitast við að afstýra ófriði meðal þjóða með friðsamlegum aðferðum. Upphafsmenn hreyfingarinnar voru 11 heimsfrægir vísindamenn, flestir Nóbels- verðlaunahafar í eðlisfræði. Þeir fundu rnjög ti’l þeirrar ábyrgðar, sem uppgötv- anir þeirra sjálfra lögðu þeim á herðar, en fyrir tilstilli þeirra var allt í einu hægt að gjöreyða mestöllu mannkyninu á nokkr- um klukkustundum, en gera áframhald- andi tilveru þeirra, sem lifa kynnu fyrstu kjarnorkuhríðina, vafasama. Albert Einstein var meðal þeirra, sem rituðu nöfn sín undir opinð bréf til mann- kynsins 1955, og gerðist það 2 dögum fyrir dauða hans. I leikriti Dúrrenmatts hefur frægasti eðlisfræðingur heimsins leitað sér skjóls á geðveikrahæli, en tveir aðrir frægir eðlisfræðingar eru einnig þangað komnir til að njósna um hann. Til þess að sanna geðveiki sína myrða þeir hver sína hjúkr- unarkonu. Ekki verður sagt að höfundurinn sé bjartsýnn á að vísindamönnunum muni S K I N FAX I 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.