Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 27
október, var eftir að æfa „Daga Kommún- unnar“ í tæpar þrjár vikur. Dag eftir dag fylgdist ég úr áhorfendasalnum með þessu margþætta starfi. Kollektífið, leikstjórar og aðstoðarmenn þeirra, sat umhverfis lítið borð í miðjum sal, en aftar voru ávallt einhverjir bekkir setnir áhorfendum. Æf- ingar Berliner Ensembles eru nefnilega opnar; öllum er frjálst að ganga í gegnum húsagarðinn og innum hinar lágu dyr, sem liggja að leiksviðinu. Stundum birtust hóp- ar uppá svölunum, skólafólk í fylgd með kennurum sínum. A'ðrir voru lengra að komnir: frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Buenos Aires, Indlandi, Varsjá og Reykjavík. Wekwerth hafði aðallega orð fyrir kollektífinu. Hann spratt iðulega á fætur þegar hann þurfti að segja leikur- unum til, eða hljóp við fót uppá svið og brá einhverjum á eintal, sem hver sem var mátti þó iheyra. „Dagar Kommúnunnar“ er í 22 myndum, sem gerast á ólíkustu stöð- um: í Pigalle-götu, í húsi Thiers í Bor- deaux, í Ráðhúsinu í París, á járnbrautar- stöð í París, í Frakklandsbanka, í Óper- unni í Frankfurt, í Versölum. Sviðsskiptin voru svo hröð, að aldrei varð lát á sýning- unni : hlutar húslíkana eða sviðsflekar voru dregnir uppí loftið og öðrum hleypt niður, eða hringsviðinu snúið og í stað fundarsalar kommúnardanna í Ráðhúsinu í París blasti við götuvígi á Pigalle-torgi. Alls eru hlutverkin um 90, en allmargir leikarar fóru með fleiri en eitt, t. d. lék Flörchinger bæði Thier og Bismark. Nærri má geta að við sviðsetningu svo viðamikils leikrits er í mörg horn að líta. Suma daga var dvalizt alllengi við einstaka búninga, eða búninga sérstakrar myndar. Föt kom- múnardanna máttu hvorki vera of fín né Sviðsmyndir úr „Hinn tafsami uppgangur Arturo Ui“ eftir Bertolt Brecht. of kauðaleg: þetta voru spariföt fátækra manna. Aðra daga virtist leikstjóranum ljósin ekki hæfileg, eða þau voru kveikt eða slökkt á röngum tíma. Bíbí, stúlkuna sem stjórnaði vélunum og segulbandamanninn þurfti að æfa sérstaklega. Mér er í minni þyturinn sem varð um borðið er Thier skyldi sitja við í húsi sínu í Bordeaux. Það SKINFAXI 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.