Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.1963, Blaðsíða 32
að skoða sviðsetningar nákvæmlega, heldur einnig að kanna, og það var ekki síður fróðlegt, breytingarnar, sem höfðu verið gerðar meðan leikritið var í æfingu; for- sendurnar fyrir breytingunum mátti oft finna í möppunum. Ef til vill var þó for- vitnilegast að lesa greinargerðir, sem að- ilar kollektífsins, eða jafnvel utanaðkom- andi menn, gera um sviðsetninguna stuttu fyrir frumsýningu, þær sýndu öðru betur viðhorf og sjónarmið höfundanna. Ég ætla að birta hér nokkrar glefsur úr athuga- semdum Helene Weigel um lokaæfingu á „Dögum Kommúnunnar": „Háls Thates er of lítið sminkaður bak við eyrun. — Sá, sem finnur til kulda, stingur höndunum í holhöndina. — Það er alröng hugmynd, að koparpottur sé óhreinn á botninum. — Thate ætti ekki að styðja báðum höndum á byssuna. Það er hetjumannleg stelling. — Ég er mjög ólukkuleg yfir hinni rönd- óttu skyrtu Kaisers, sem ekki hefur sést hingað til. Hún gerir einhæfni persónunnar að engu.“ Þessar fáorðu athugasemdir sýna, að Helene Weigel hefur hversdagslega reynslu sína til viðmiðunar þegar hún gagnrýnir leikritið. öðrum höfundum þessara greina varð tíðræddara um hugmyndalega hluti eða tefldu fram sagnfræðilegum ályktun- um; en sameiginlegt þeim öllum virtist mér vera viðhorf þeirra til stefnu og ástands þjóðfélagsins, sem þeir lifðu í, og ýmissa viðburða í heimsmálunum síðustu áratugi; þau viðhorf mörkuðu beint eða óbeint ályktanir þeirra um leikritin. Til að taka leikrit saman, sundurgreina þau eða gagnrýna, verður nefnilega tæp- lega hjá því komizt að hafa viðmiðun, og þá viðmiðun hljóta menn að finna utan leikhússins. Leiðirnar til þess geta sjálf- sagt verið margar, leikhúsmenn verða eins og aðrir menn að þora, og kunna, að velja og hafna. Fátt er eins óbærilegt og svið- setning góðra leikrita eftir leikstjóra, sem hefur ekki haft getu eða vilja til að gera sér fulla grein fyrir efni þeirra. Að hafa ekkert við að miða annað en óljósar hug- myndir um hvað sé listrænt, að álíta helzta einkenni góðra leikrita að „þau leiki sig“, þ. e. sviðsetji sig af sjálfsdáðum, að finn- ast þekkingaröflun hlægileg ef ekki niðr- andi fyrir „gáfu“ sína — það leiðir óhjá- kvæmilega til grautarlegra sviðsetninga. Efni leikrita, hversu áríðandi sem það er, getur farið forgörðum af þeim sökum. Brecht virðist ekki hafa verið í neinum vafa í þesisum efnum. 1 „Kleinem Organ- on“ segir hann svo: „Án skoðana og áforma er ekki hægt að búa til eftir- mynd eins eða neins. Án þekkingar getur maður ekki útskýrt neitt; hvern- ig á maður þá að vita, hvað er þess virði að vita það? Vilji leikarinn ekki vera páfagaukur eða api, verður hann að tileinka sér þekkingu síns tíma um líf samfélags- ins, með því að taka þátt í stéttabarátt- unni.“ Og eftirfarandi ummæli Wekwerths um sviðsetninguna á „Dögum Kommúnunn- ar“ gefa vísbendingu um mikilvægi alhliða athugunar á verkinu: „Ein einasta setn- ing, sem varð okkur þá fyrst Ijós, þegar við höfðum fjallað mánuðum saman um heimildirnar, sem Brecht notaði, ætti oft að marka straumhvörf (í leikritinu).“ Um stíl Berliner Ensembles vil ég lítið segja að svo komnu máli. 1 raun og veru er ekki vinnandi vegur að lýsa honurn beint. 32 SKINFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.