Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 41

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 41
Góður félagsskapur er mannbœtandi Ámi J. Hafstað er fæddur að Hafsteinsstöðum í Skagafirði 23. maí 1883. Hann stundaði búfræðinám í tvo vetur að Hólum í Hjaltadal og fór síðan til framhaldsnáms til Noregs og Danmerkur. Hann reisti síðan bú að Vík í Skagafirði og hefur búið þar síðan. Hann hafði unglingaskóla á heimili sínu í nokkur ár og sýnir það glögglega framtak hans cg lífsskoðun. Hann er heiðursfélagi í ungmenna- féiaginu Tindastóli, Sauðárkróki. Árni er góður fulltrúi aldamótamannanna, svip- h'-einn og svipmikill, virðulegur í fasi og viðmóti. Vorið í brjóstinu hefur ekki enn vikið fyrir kerl- ingu Elli. Andann hefur ekki kalið í hretviðrum langrar ævi þótt líkamleg sjón daprist. Eldurinn logar enn undir gráum hærum. Hinn aldni vor- maður rifjar hér upp minningar og tjáir hug sinn ti! ungmennafélaganna samkvæmt beiðni. Sk. >. Fyrsta æskulýðsfélag, sem stofnað var hér í Skagafirði, mun hafa verið hér í hreppnum og hlaut það síðar nafnið Ung- mennafélagið Æskan. 1 þessu félagi voru til að byrja með ein- ungis ungir piltar. Við Friðrik Klemens- son (síðar póstmeistari í Hafnarfirði) höfðum verið saman á Hólum í Hjaltadal, og árið 1905 var hann vetrarmaður hjá föður mínum á Hafsteinsstöðum og þá var það, að við hittumst þessir þrír: Jón Sig- urðsson, síðar alþm. frá Reynistað, Friðrik og ég, og komum við okkur saman um að stofna félag fyrir ungmenni, sem við nefndum Æskan. Fékk þetta allgóðar undirtektir, stofn- fundur var haldinn og í félagið gengu milli 10 og 20 piltar. Nefnd var kosin til að semja lög fyrir félagið. Ein grein þess lýs- ir tilgangi félagsins og er hún eitthvað á þessa leið: Að vekja áhuga meðlima sinna á nauðsyn líkamlegs og andlegs þroska og glæða áhuga þeirra á góðum bókmenntum. 1 annarri grein félagsins segir meðal annars, að fundir skulu haldnir tvisvar í mánuði til líkamsæfinga. Voru hafðar í huga aðallega einfaldar líkamsæfingar, glíma, hlaup, stökk, skíðaæfingar og skauta o. fl. eftir því, sem á stóð og að loknum þessum æfingum skyldu vera stuttir málfundir. Þessir svonefndu málfundir voru þann- ig, að við skemmtum okkur við upplestur, kvæðaflutning eða samræður. Þá var tekið fram í þessum félagsregl- um, að leiðbeina ætti um almennar fundar- reglur og stuðla að því, að meðlimir félags- ins fengju leiðbeiningar um að láta hug sinn í ljós í ræðuformi. 1 reyndinni varð svo þessi félagsskapur, Æskan, fyrst og fremst málfundafélag, þó á flestum fundum væru iðkaðar íþróttir. Var fljótlega sá háttur hafður á, að í lok hvers fundar voru kosnir 3 félagar til þess að hafa framsögu og iiefja umræðu á mál- efni á næsta fundi, sem svo var rætt um. Félagsgjald var kr. 0,50 á hvern félaga og voru allir skyldugir að taka þátt í um- ræðum og taka kosningu í nefndir. Fundir voru fyrst í stað til skiptis heima á bæjum, þar sem rýmri voru húsakynni. Eitthvað færði félagið út kvíarnar á þess- um fyrstu árum, því ég minnist þess, að í fjáröflunarskyni leigðum við land til hey- skapar og unnu félagar nokkra daga á sumrinu við heyskap og var heyið selt, áttu hreppsbúar þar jafnan forkaupsrétt. Var þetta nokkurs konar forðabúr þegar hart var í ári. SKINFAXl 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.