Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 7

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 7
sjálfsagt ekki margir sem láta gera náttföt fyrir krakka í litum félagsins eðasambandsins. Það gerir HSK og hefur gefist mjög vel. Konur úr Umf. Samhygð á suðurlandi fara á haustin til Reykjavíkur og selja brodd. I haust fóru þær í Kolaportið sem er eins konar ntarkaður í bílageymslu Seðlabankans og gekk það nokkuð vel. Ein af stórtækari fjáröflunum sem félagsfólk sér sjáft um er hins vegar hjá Stjörnunni í Garðabæ. Knattspymudeild Stjörnunnar hefur gert samning við Stöð 2 um dreifingu á Sjónvarpsvísi, dagskrá sjónvarps- stöðvarinnar, fyrir þá sem ekki þekkja hann, um allt Stór-Reykja- víkursvæðið og fær knattspyrnu- deildin 2 milljónir á ári fyrir „viðvikið”. Oft ræður knattspyrnu- deildin síðan aðrar deildir innan Stjörnunnar sem e.k. undirverktaka á viss svæði í Reykjavík og nágrenni. Ekkert smáfyrirtæki það. Kveðið á þingi Á hinum fjölbreytilegu samkomum sem haldnar eru innan ungmenna- félagshreyfingarinnar er kveðskapur mikið tíðkaður og spretta oft upp ýmis gullkorn við þessi tækifæri. Sambandsþing UMFÍ er hér ekki undanskilið. Á síðasta þingi UMFI sem haldið var í lok október síðastliðins flugu markar vísurnar. Ein var til dæmis ort til Sæmundar Runólfssonar, ritara í stjórn UMFI sem staðið hafði í ströngu varðandi hugmyndasamkeppni um skipulag ognotkunÞrastaskógaríframtíðinni. En þeir atburðir gerðust einnig að kona hans ól barn aðfararnót fyrri þingdags. Daginn eftir átti hann síðan afmæli. Pálmi Gíslason, formaður UMFI sem er skemmtilega hagmæltur, orti af þessu tilefni í orðastað Sæmundar. „Ég átti afkvæmi í nótt eflaust vantar mig þrótt. Ég á afmæli í dag aftur kemst því í lag.” Einn af þeim sem tók til máls þegar flutt var tillaga um launamál starfsmanna héraðssambanda var Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri UMSB. í framhaldi af orðum Ingimundar sem ekki verða rakin hér, flaug Þóri Haraldssyni, varaformanni UMFÍ í hug þessi staka: „Framkvæmdamaður verður fár með fastan skatt af launum. Meiri aldur, minna hár minna fær af aurum.” Ingimundur svaraði þannig fyrir sig: „Flytja drengir lítil ljóð lítt þó rímið noti. Þeir kunna best að fleka fljóð og fúska að allkyns poti.” Forsíða Sncefells, ársrits UÍA. Ársrit UÍA Héraðssamböndin gefa nrörg hver út myndarleg ársrit sem segja frá starfsemi ársins á sambandssvæð- inu. Skinfaxa hefur borist eitt slíkt rit og er rétt að segja frá því fyrir áhugasama sem annars myndu ekki vita af því. Þetta er ársrit UÍA (Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands). Það kallast Snæfell eftir einu tignarlegasta fjalli þar austanlands. Snæfell hefur verið gefið út í 9 ár og að þessu sinni er það mjög fjölbreytt. Sagt er frá ýmsu í íþróttastarfi félaganna á Austurlandi í dag en einnig er litið til baka í sögunni. Til dæmis er sagt frá þeim merkilega fimleikfrömuði, Birni Jónssyni í Firði í tilefni þess að 80 ár eru liðin fráfæðingu hans. Til dæmis er sagt frá hinu merkilega blakstarfi á Neskaupstað og frá skíðastarfinu á Seyðisfirði. Viðtöl eru fjölmörg, t.d. við efnilegan handknattleiks- mann í Hetti, Björgvin Bjamason, markvörð, en yngri flokkar Hattar í handknattleik eru nokkrir mjög efnilegir. Einnig er viðtal við Seyðfirðinginn Amar Klemsson sem var einn þeirra íslendinga sem fór á Ólympíuleika fatlaðra í Seoul í S- Kóreu. Blaðið er þannig pakkfullt af skemmtilegu efni. Nýr formaður HVI, Birkir Þór Guðmundsson. HVÍþing HVÍ hélt þing í haust, og fulltrúar þar kusu sér nýjan formann, Birki Þór Guðmundsson, Hrauni I á Ingjaldssandi, stutt frá Núpi í Dýrafirði. HVÍ menn kalla hann sumir „rokkbóndann” í glensi þar sem hann leikur í hljómsveit sem nefnist Rokkbændur í frístundum ogerþessihljómsveit reyndarkomin svo langt að þeir íhuga að taka upp plötu. Að rokkinu slepptu er mikill hugur í Vestfirðingum innan HVÍ að efla sambandið. Nokkur undanfarin ár hafa menn einbeitt sér að félögum sínurn þannig að héraðssambandið hefur orðið nokkuð útundan. Þannig hefur blómlegt starf í mörgum félögum innan HVÍ komið niður á héraðssambandinu. Þetta hefur mikið verið að breytast og er því ýmislegt íbígerð sem kannski verður nánar sagt frá síðar. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.