Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 9

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 9
Frá ritstióra Ingólfur Hjörleifsson Skinfaxi hefur nú litið dagsins ljós í 80 ár. Hann hefur fylgt ungmennafélagshreyfingunni gegnum þykkt og þunnt og lýst hennar veg eins og forvígismenn hreyfingarinnar vonuðust til að hann myndi gera. í tilefni slíkra tímamóta er tækifæri ætíð notað til að nema staðar og meta stöðuna. Ogþáerætíð litið til baka og sagan skoðuð. Stór hluti blaðsins er þess vegna tileinkaður þessu afmæli, ýmsir aðilar skrifa hugleiðingar í tilefni þessara tímamóta og birtar eru greinar sem gefa innsýn í sögu blaðsins og ungmennfélagshreyfingarinnar. Jónasarþáttur Vertert.d.aðbendaáþáttJónasar Jónssonar frá Hriflu í uppgangi Skinfaxa. A hans tíð, sem auðvitað er gjörólík okkar aðstæðum, reis Skinfaxi einna hæst. Á hans tíð var blaðið ekki aðeins fyrir ungmennafélaga heldur einnig fyrir allalandsmenn. Semdæmiumþetta má nefna greinar hans um Filistea en tvær þeirra birtast hér íblaðinu. Þegar þessar greinar tóku að birtast rann blaðið út. Segja má að kraftar Jónasar hafi beinst í tvær áttir þegar hann stjómaði Skinfaxa. í fyrsta lagi blés hann í herlúðra gagnvart yfirdrottnurum landsins á þeim tíma, Dönum, og hvatti menn í sjálfstæðisbaráttunni. Það voru beitt skeytin sem hann sendi þessari nú í dag frændþjóð okkar, hann fann þeim flest til foráttu. Hann blés einnig í herlúðra gegn fátækt þeirri og örbirgð sem hvarvetna gat á að líta í íslensku samfélagi hans tíma. Þetta sjá þeir sem lesa grein hans um Filisteanna hér í blaðinu. Það var alla tíð ein megin hugsjón Jónasar að bæta andleg og efnaleg kjöríslenskraralþýðu. Þeirsem sáu hina afbragðsgóðu heimildarmynd um Jónas sem sýnd var í nóvembermánuði síðastliðnum í ríkissjónvarpinu kannast við þessar hugmyndir hans. Skinfaxastolt Samtímamenn ýmsir senda einnig Skinfaxa kveðjur í þessu blaði meðgreinum. Víðasthvaríþessum skrifum má lesa hversu mikilvægt blaðið hefur verið hreyfingunni í gegnum tíðina. Nánast úr hverri línu má einnig lesa mikið stolt yfir því að ungmennafélögin skuli veraein fárra samtaka sem hafa haldið úti málgagni nánast frá stofnun þeirra. Enda er Skinfaxi með elstu tímaritum á íslandi sem komið hafa út samfleytt. En með nýjum tímum koma nýjar áherslur. Undanfariðhafamennrætt það mikið hvernig Skinfaxi nýtist hreyfingunni sem best. Skinfaxi er ekki lengur sá fréttamiðill af starfi sambandsaðila sem hann var. Héraðsfréttablöð á hverjum stað sjá t.d. um að miðla sl fkum upplýsingum í ríkari mæli en Skinfaxi gerir. Það má sjá af því að í héraðsblöðunum birtist ógrynni af fréttum sem ekki birtast lengur í Skinfaxa. Hann birtir í dag mun meira af greinum og viðtölum en samt sem áður líta fjölmargiríhreyfingunni áhann sem fréttablað. Auk þessa hefur blaðið ekki staðið undir sér tjárhagslega mörg undanfarin ár og þegar harðnar á dalnum eins og gert hefur á síðasta ári verður reksturinn enn erfiðari. Á síðasta þingi UMFÍ sem var nú í október var mikið rætt um blaðið og hvers konar blað menn vildu. Fjölmargarhugmyndirgengu manna á milli og niðurstaðan varð sú að samþykktvaraðstjórn UMFÍskyldi skipa nefnd til að endurskoða öll útgáfumál UMFÍ. Þessi nefnd hefur nú hafið störf og mun skila niðurstöðum innan skamms. Undirritaður lætur nú um áramót af störfum sem ritstjóri Skinfaxa. Við þær aðstæður sem nú eru komnar upp í kjölfar samþykkta á þingi UMFI eru spennandi tímamót í aðsigi sem gaman hefði verið að taka þátt í. En áætlunum verðurekki breytt. Ég vil nota hér tækifærið og þakka öllum þeim fjölmörgu aðilum sem ég hef kynnst innan ungmennafélags- hreyfingarinnar frá því ég hóf störf sem ritstjóri Skinfaxa fyrir næstum þremur árum. „Félagsmálaskóli" Olíkt mörgum öðrum ritstjórum Skinfaxa hafði ég ekki starfað innan hreyfingarinnar er ég hóf störf. En ég veit nákvæmlega hvað menn eiga við þegar þeir segja að þessi hreyfing sé mikill „félagsmálaskóli”. Það hefur hún verið mér. Ég hef öðlast reynslu sem verður mér dýrmæt þegar fram líða stundir. Að ógleymdu því mikla starfi félaganna er snertir íþróttirer í félagsmálastarfi ungmennafélaganna að finna geysilega mikilvægan skerf til þjóðarheilla sem allt of fáir gera sér fulla grein fyrir. Hafið þakkir fyrir. IH Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.