Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 14

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 14
Eitt Landsmóta UMFÍ hefur verið haldið á Þingvöllum. Það var árið 1957, á 50 ára afmœli UMFÍ og þótti því við hœfi að halda það á Þingvöllum. Hér má sjáforseta íslands, Ásgeir Ásgeirsson, setja mótið. Greinarhöfundur, Þorsteinn Einarsson, er lengst til vinstri á myndinni. hjá mér frekar eftir Skinfaxa en Iþróttablaðinu. Skíðasmíði, skólar og vikuleg böð Það var ekki fyrr en 1916 sem útgáfa blaðs hófst, sem helgað var íþróttum eingöngu, en þegar í fyrsta tölublaði Skinfaxa í október 1909 eru greinarum íþróttir: íþróttastyrkir, skíðaskóla, skíðasmíði. Meðanþeir tveir fyrstu ritstjóramir, Guðmundur Hjaltason og Helgi V altýsson ritstýra Skinfaxa til 1911, þá skrifa þeir um mót og birta íþróttafréttir. Helgi leiðbeinir um skíðagöngu og skautafimi. Guðmundur hvetur til að allir baði sig á hverju laugardagskvöldi og að útreiðarferðum sé fækkað en fjölgað fjallgöngum. Helgi ráðgerir skíðaskóla á Kolviðarhóli veturinn 1910-1911. Guðmundur birtir fjölþættan greinaflokk um félags-, æskulýðs-oguppeldismál. Minnirá íþróttir meðal lista, en varast skuli að láta þær sitja fyrir öllu. 14 Þáttur Jónasar Þessar hvatningar til eflingar íþrótta með fréttafrásögnum, kynningum ogfræðslu skerpir Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann tekur að skrifa um nauðsyn á ráðningu íþróttafræðings til þess að kenna að leiðbeina um æfingu íþrótta og þjálfun einstaklinga. Hann sækir í sig veðrið, skrifar og skipuleggur námskeið leiðbeinenda. Kynning hans af ungu fólki, sem vill læra íþrótt rétt og njóta markvissrar þjálfunar, - og dreymir því um að njóta viðvarandi tilsagnar lærðs íþróttakennara, - vekja hjá honum athafnir að koma á laggirnar íþróttaskóla. í Skinfaxa skrifar Jónas greinar um íþróttaskóla allt fram undir 1930. Hann fær Benedikt G. Waage, síðar forseta ÍSÍ, til að skrifa kennsluþætti um knattspymu, Ólaf Sveinson til að skrifa um frjálsar íþróttir. Jónas skrifaði oft um sund. Hann ann glímu og fagnar glímubók ISI 1916. Setningar sem Jónast skrifaði og festust í huga ungmennafélaga eru margar, til að mynda: „Liggurekkihverjummanni næst að gera sig færan til að lifa, - og lifa vel.”Erhann kynnti bókina „Mín aðferð” sem Sigurjón Pétursson á Álafossi gaf út 1911 og hrinti af stað iðkun Mullersæfinga, gaf Jónas henni þessa umsögn: „Hún er ein af þeim fáu, góðu vinum, sem veitir því hollari og betri úrlausnir, sem meira er til hennar leitað." Æfingareglur, sem Skinfaxi flutti, fullvissaði ritstjórinn um, að hver sem fylgdi myndi: „verða ungur um alla sína daga”. - „ ...fjöreggumf. eru íþróttir”. „Félögin verða eðli sínu samkvæmt að vera íþróttafélög að hálfu leyti”. Skoðanir Jónasar á íþróttum og skilningur á gildi þeirra, ekki síst fyrir æskuna, sem þráði að nema þær og reyna sig við jafningja, koma ljósast fram í greinum hans um íþróttaskóla. Stefna sú, sem fyrstu ritstjórarnir mótuðu verður marksæknari hjá Jónasi og þeir sem við taka sækja fram á veginn, svo sem er þeir fá Valdimar Svein- björnsson, nýkominn frá íþrótta- kennaranámi í Danmörku, til þess Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.