Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 16

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 16
Fáninn Bláhvíti fáninn,fáni UMFÍ, er jafnan við hún á Landsmótum ásamt íslenska þrílita fánanum. í júlí 1914 kom í Skinfaxa þessi grein um fánamáli, líkast til eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Það þarf ekki að orðlengja að greinarhöfundi er heitt í hamsi, ósáttur við niðurstöður nefndar sem skipuð var um þetta mál. Allir þekkja endi málsins en hér gefur að líta hversu alvarlegum augum ungmennafélagar litu þetta mál. „Álitið loks komið, of seintfyrirþingmálafundi. Lítur út fyrir að þjóðinni sé ekki ætlað að ráða fram úrmálinu. Nefndin leggur til að löggilda ekki bláhvíta fánann, heldur gera nýjan fána, líkan hinum norska að litum og gerð. Ástæður til dauða- dómsins eru að sögn tvær: 1. Konungur neitar bláhvítafánanum staðfest- ingar. 2. Hann of líkursænska fánanum. Þriðja ástæðan, þó hún sé ekki nefnd á álitinu er sú, að þeir íslendingar, sem elskir eru að litum Dana, og hafa veifað þeim í tíma og ótíma, vi lja ef þeir hætta við danska fánann, hafa einhvern „bræðingsfána”, ekki hinn íslenska, bláhvíta. Nefndin virðist vona að úr „landsfána” þeim, sem nú má fá viðurkendan, muni innan skamms spretta alviðurkenndur siglingafáni. Hún beiðist fylgis og aðstoðar á þeim grundvelli. Sú hagnaðarvon á að vera afsökun þess að bláhvíta fánanum er fórnað. Enn er ýmislegt við málið að athuga. 1. Að alt skraf um of mikla líkingu við gríska fánann er rokið út í veður og vind. Gríski fáninn er mög ólíkur fána okkar, og stjórn Grikkja tjáði nefndinni, að okkur væri guð vel komið að löghelga bláhvíta fánann sín vegna. 2. Um líking við sænska fánann var ekki talað fyr en gríska hættan var úr sögunni. Súástæðaergild fyrir litblinda menn, aðra ekki. Okkur er ekki vandara um en Rúmenum og Frökkum. I áratugi hafa þeir notað fána með sömu gerð og litum, nema að gult er í öðrum sem hvítt er í hinum. Tilraunir um, hvort hr. P. H. gæti vilst á hvítu og gulu, voru gerðar í hálfmyrkri, í fjarlægð óþarflega mikilli, og með lélegum 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.