Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 17

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 17
Danir taka íslenzkan fána með ker- valdi af manni á Reykja ivíkurhöfn Reyh.víh.inéar svara með því að draga Jivarveína hláhvíta íána aS hún k* ^ Þingmenn bœjarins boða til borgarafundar um málið Fimmtudagurinn 12. júní rann upp heiður og fagur í Reykjavík. Glatt sólskin var og blæjalogn. Óvenjulega mikið var um skip og báta í höfninni þennan morgun. Skipin Skál- holt og Botnía voru að búa sig til ferðar, 02: varðskipið ,,Is- batsins. Var hann þarna í skemmtiróðri og hélt sig mest í nánd við Skálholt, sem átti að fara klukkan 9 um morguninn. Mannaður bátur í aðför. Skipverjar á Fálkanum sjá til ferða Einars með hvítbláa fán- Einar Pétursson á báti sinum. Einar það og bíður komu Dana. Segja þeir honum, að yfirmaður varðskipsins hafi boðið þeim að færa sér hann og biðja hann að róa til varðskipsins. Rær Einar Einar Pétursson á bát á Reykjavíkurhöfn 12.júní árið 1913. Þessi atburður varð til þess að þjóðin tók undir málstað ungmennafélaganna um mikilvœgi bláhvíta fánans fyrir sjálfstœði íslands. „Menn fundu að þjóðin var óvirt um leið ogfáninn." sagði Jónas Jónsson í grein um þetta mál í Skinfaxa sem kom út í júní 1913 sjónpípum. Og þó sá hr. P. H. stundum rétt! Því meir sem hugsað er um þetta atriði, því ljósara verður manni, að sænska grýlan er bláber yfirskinsástæða. 3. Neitun konungs að staðfesta þann fána, sem þjóðin vill, og ekki rekur sig á neinn annan fána, eins og nefndin hefir sannað, er versti þröskuldur á leið nefndarinnar. I þingfrjálsu landi er alt stjórnarfarið bygt á því, að stjórnandinn hafi enga skoðun á landsmálum, en undirrita þaðsemþingiðsamþykkir. Núleggja íslendingar, ráðherra og nefndin, málið í hönd konungs; og hann ræður málinu til lykta, alveg eins og hér væri einveldi, eins og hans hásæli fyrirrennari sem mælti: „Vér einir vitum". Að fara þannig með íslensk þjóðmál nú er algert brot og fordæming á löggjafarvaldi þingsins og stjórnskipun okkar. Það sem engin sönn eða skynsamleg ástæða er fyrir neitun konungs, og það geta allir vitað hér nú, þá er sjálfsagt af íslendingum að hindra að konungsvaldið fari út fyrir takmörk sín. 4. Nefndin hefir gert afleitt glappaskot, þótt í góðri meiningu kunni að hafa verið með að leggja málið í vald konungs í vetur, þegar sýnt var og sannað að engin hætta stafaði frá Grikkjum. Héðan af getur konungur varla gengið á orð sitt, en ef eigi var aðspurt fyr en bláhvíti fáninn var samþyktur þurfti meiri kjark og ástæður til að neita. Helst lítur út að þetta hafi verið gert vegna rauðálfanna héma heima. 5. Mesta mein fánamálsins er að það hefir orðið að bitbeini milli þeirra manna sem berjast og barist hafa um ráðherrastólinn. Síðan þá er hreyfingin til hálfs fúin og rotin. 6. Eðlilegast var að fáninn hefði unnið sér helgi við notkun. Til þess ætluðust upphafsmennimir, og svo hefirþað orðið íreyndinni. Hérhefir um undanfarin ár fylgst að íslenskur litur og íslenskt hugarþel, og hinsvegar danskir litir og manngildi grómtekið af danskri hugsun og menningu. Að lögleiða hér nú íslenskan fána er of snemt, af því að þjóðin er ekki íslensk nema til hálfs. Það er ekki til annars en að villa mönnum sjónir, leyna innri hættu. 7. Glæsivonir formanns nefndar- innar, um að með landsfánanum höfum við stigið spor í áttina til siglingafána, eru ekki beinlínis líklegar. Þrátt fyrir upptalningu hans á hálfviltum ríkjum, sem leikinn er með fullveldisskollaleikur, til að halda fólkinu niðri, þá er engar minnstu líkur til að við fáum viðurkendan siglingafána, fyr en við látum öxina og jörðina geyma sambandið." Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.