Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 25

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 25
Með þessu móti vinna félagsmenn tvent í einu: Þeir bjarga frá glötun ýmsum góðum og merkum sögum, sem annars mundu deyja, og nema fagurt og óspilt mál; og er það ekki minst um vert. Jafnframt þessu rækja ungmennafélagar það atriði í stefnuskránni, sem tekur það fram að þeir reyni að „vernda og efla alt semþjóðlegt er". íslendingar hafa orðið nafnkunnir fyrir þjóðsögur sínar, einkum vegna þess hve vel þær eru sagðar, og hve gott mál er á þeim. Þær sögur eru álitnar bestar, þar sem söguritarinn þræddi nákvæmlega frásögu þess er sagði. Vér höfum þó sjálfir lítt kunnað að meta þennan fjársjóð og engu skeytt þótt feiknin öll hafi glatast, af góðum og merkum sögum, fyrir eintóman trassaskap. Smásögumar margar hverjar þykja hreinustu perlur. Ef allir ungmennafélagr víðsvegur um land tækju að sér að safna allskonar þjóðsögum fengist óefað mikið og gott safn. En þegar um slíkt er að ræða verður að taka alt með, sem nöfnum tjáir að nefna, þótt ómerkilegt kunni að þykja. Lítilfjörleg smásaga getur haft mikla þýðingu, þegar frá líður. Ekki þarf annað en fletta upp Þjóðsögunum til aðsannfærast um það. Þjóðsögur eru altaf að skapast og þarf því sífelt að vera á verði og færa jafnóðum í letur, svo ekkert glatist. Til leiðbeiningar skal ég aðeins nefna hér nokkra sagnaflokka, sem teljast undir Þjóðsögunum og munnmælum: Alfasögur, útilegumannasögur, draugasögur, vitranir, draumar, ömefnasögur, sagnir um bannbletti, veiðivíti, skrímslasögur, náttúrusögur, afreksmannasögur, æfintýri, gamlar venjur, kreddur, kýmnissögur ofl. ofl. Hvort sem safn þetta verður mikið eða lítið þarf það að komast á einn stað. Vildi ég því mælast til að ungmennafélagar sendu mér afrit af hverri einustu sögu, sem þeim áskotnast, og sem ekki áður hefir verið prentuð, og gætu um leið sögu höfunda, eða þess, sem sagði hana fyrstur. Sögur þessar munu þó ekki verða birtar opinberlega, án leyfis hlutaðeiganda. Reykjavík, 18. des. 1921. Guðm. Davíðsson." húsa\1kurjógúrtin HOSAVÍKUR t/ JatðarbcrJunj holl, góð og gimileg Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.