Skinfaxi - 01.12.1989, Page 28
X
Ur Borgarfirði
í Reykholti í Borgarfirði dvaldi ég
aðmestu 1932-1936. Ekkikomstég
í mikla snertingu við
ungmennafélögin þar fyrr en síðasta
sumarið. Vegna þess að ég þótti
liðtækur í sundi var auðvitað sjálfsagt
að Umf. Reykdæla reyndi að nota
mig á héraðslmótinu. Æft var í
sundlauginni í Reykholti og stundum
var farið í Reykjadalsána til þess að
venjast kuldanum. Núorðiðmyndi
ég varla vinna mér það til lífs.’
Héraðsmótið var haldið á
Hvítárbökkum undir Þjóðólfsholti
12. júlí. Keppt var ífrjálsum íþróttum
þar á grundunum, sundi og reiptogi
milli Mýramanna og Borgfirðinga.
Ymis skemmtiatriði fóru fram og
bomar voru fram veitingar. Sundið
fór fram neðst í N orðurá þar sem hún
rennuríHvítá. Ogköld varNorðurá
þá, eins og enn í dag.
A rásstað var trépallur úti í ánni en
endamark var sjónhending milli
tveggja staura í ánni. Keppt var í
þremur sundgreinum. Við vorum
fimm sem kepptum í 100 m frjálsri
aðferð. Nokkur gola var á móti og
varð því heldur lítið um öndun á
sundinu. Ég minnist þess, að þegar
ég var kominn yfir endamarkið og
vissi að ég hafði sigrað, lét ég mig
sökkva augnablik til að láta þrey tuna
líða úr skrokknum. Þrátt fyrir allt
var þetta skemmtileg keppni og
góður dagur.
Guðjón Ingimundarson.
Sérprjónum sokka með merkjum íþróttafélaga, skóla og annarra félagasamtaka.
Ath. Tilvalin f járöflunarleið fyrir ýmsar deildir að annarst pantanir og dreifingu.
/wtkM Sokkaverksmiðja Kalmannsvöllum 3, Akranesi s. 93-12930
Úrvals íslenskir íþróttasokkar