Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 30

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 30
„Iþróttasýning á Kollafjarðareyrum n Hér kemur frásögn úr Skinfaxa af íþróttamóti Umf. Aftureldingar áriö 1912 sem lýsir því hvernig menn báru sig aö viö mótshald á þeim tíma. Ekki alveg þaö sama og á Varmárvelli í dag „Frá U. M. F. Aftureldingu. Þann 30. júní þ. á. hélt U. M. F. Afturelding í Lágafellssókn íþróttasýningu á Kollafjarðareyrum. Nú eru nýliðin þrjú ár síðan félag þetta var stofnað og síðan hafa piltamir í félaginu æft ýmsar íþróttir eftir megni, en aldrei hafa þeir sýnt sig fyrri. Fyrsta íþróttamótið Fjórtán voru þeir talsins piltamir, sem þátt tóku í þessari sýningu, og allir úr Afturelding. Mótið hófst með því, að keppendurnir gengu leikfimisklæddir í skrúðgöngu úr tjaldi, -sem þeir skiptu fötum í - og fram á völlinn, og var íslenski fáninn borinn fyrir. Þar staðnæmdist fylkingin og söng sálminn nr. 646 í sálmabókinni: „Ó, blessa guð vort feðrafrón”. Að því loknu setti Guðrún Björnsdóttir, frá Grafarholti er gegnir formannsstörfum um tíma, - mótið með nokkrum orðum. Þá söng söngflokkur fyrstu og síðustu vísumar þrjár úr kvæði Stgr. Thorsteinssonar „Sveitasæla”. Að því loknu hófst kappglíman; 6 tóku þátt í henni. Skarpastur varð Einar Bjömsson frá Norður-Gröf, nú í Grafarholti, - hafði 6 vinninga. Næstir honum voru Bjömstj. Bjömsson frá Grafarholti og Jóhannes Guðlaugsson frá Grafarholti, höfðu 4 vinn. hvor. Næst voru 400 m hlaup, 13 reyndu með sér og varð Einar Bjömsson sá sami - og vann glímumar - þar fljótastur, rann skeiðið á 65 sek. Næstir honum voru Jóh. Guðl.son frá Grafarholti og Árni Gíslason frá Miðdal. Á meðan piltamir hvfldu sig, söng söngflokkur. Þá kom hástökkið, 6 reyndu það, hæst stökk B. Bjömsson frá Grafarholti 1,62 og 1/2 cm, næst Jóh. Guðl.son sama bæ 152 cm og svo Óskar Gíslason frá Miðdal 140- 150 cm. Fjórtán voru þeir talsins piltarnir, sem þátt tóku í þessari sýningu, og allir úr Afturelding. Mótiö hófst meö því, aö keppendurnirgengu leikfimisklæddir í skrúðgöngu úr tjaldi, -sem þeir skiptu fötum í - og fram á völlinn, og var íslenski fáninn borinn fyrir. Stukku 400 cm Langstökkið næst, reyndu það 11, lengst stukku B. Björnsson frá Grafarholti og Jóh. Guðl.son sama bæ, varð naumast greint á milli þeirra, þó dæmdist Jóh. fremri, stökk 585 cm, B. B. gerði aukastökk, nær 6 m, hinir stukku allir eitthvað frá 400-500 cm eða þar yfir. Því næst var 50 m sund, 4 reyndu það og varð Guðbjörn Gíslason frá Miðdal fljótastur, synti á 55 sekúndum, Sveinn Árnason frá Álafossi næst, synti á 60 sekúntum. Allir stunda þeir stritvinnu Þegar þess er gætt, að allir þessir piltar stunda stritvinnu alla tíma ársins jafnt fjárgæslu, smölun, skurðgrefti, sandmokstur, grjótvinnu o. m. fl. þess háttar, og geta aldrei æft sig nema stundum á sunnudögum, og hafa þá engin áhöld, ekkert hús og erfiðar samgöngur, (á sýningunni t. d. voru öll stökk gerð af mjúkri grasgrund, og dróg það mikið úr stökkunum), þá verður mér að setja þá ofar en heimsmeistarana á Olympsku leikjunum, því að eg veit að þeir hafa meira fyrir því. Útbýtt var verðlaunapeningum, sem vinna verður þrisvar, áður en þeir verða eign þeirra, sem vinna þá. Félagi. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.