Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 36

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 36
Sigurður Greipsson Skólastjóri íþróttaskólans í Haukadal. Formaöur HSK í 45 ár og stjórnarmaður í stjórn ÍSÍ Sigurður Greipsson. Árið 1925 fór flokkur glímumanna frá Ungmennafélagi Islands sýningarferð til Noregs. Stjómandi var Jón Þorsteinsson, glímukennari. Sigurður Greipsson var meðal þátttakenda í þeirri ferð. Árið 1926 tók Sigurður Greipsson þátt í glímusýningarferð með Jóni Þorsteinssyni glímukennara, stjómanda flokksins. Ferðast var um Danmörku á vegum Niels Buch í Ollerup og var glíma sýnd á 30 stöðum. ÞámágetaþessaðSigurður ferðaðist víða um land á vegum UMFI og veitti fræðslu um íþróttir og bindindismál. Ungur að árum festi Sigurður Sigurður Greipsson var fæddur í Haukadal í Biskupstungum 22. ágúst 1897, sonur Greips bónda Sigurðssonar í Haukadal og Katrínar Guðmundsdóttur frá Stóra-FljótiíBiskupstungum, en forfeður Sigurðar hafa um langan aldur búið í Haukadal. Glímuferillinn Veturinn 1920 sigldi Sigurður til Noregs og dvaldist þar áralangt á lýðháskólanum í Voss og síðar við landbúnaðarsstörf. íþróttaskólinn Ótalinn er sá þáttur í ævistarfi Sigurðarsemhannlagði hvaðmesta orku í, en það var íþróttaskólinn í Haukadal sem hann byggði upp að Formaður í 45 ár Sigurður hneigðist snemma að félags- og íþróttamálumoglétþau mjög til sín taka. Varla er hægt að minnast á sögu Héraðs- sambandsins Skarphéðins án þess að geta Sigurðar Greips- sonar, en hann var formaður HSK í 45 ár, 1921-1966, er hann hætti formennsku að eigin ósk, og var þá jafnframt kosinn heiðursformaður sambandsins. I stjórn Ungmennafélags Islands var hann um skeið svo og í stjórn íþróttasambands íslands í mörg ár. Þetta eitt sýnir hversu Sigurður lagði mikið af mörkum til félagsmála og til að efla uppvaxandi kynslóð í landinu. Sigurður Greipsson gekk í Flensborgarskólann og útskrifaðist gagnfræðingur vorið 1916. Um haustið 1916 fór Sigurður á búnaðarskólann á Hólum. í báðum þessum skólum var mikið glímt og fékkSigurðurgóðaæfinguíglímunni og undirbúning undir þátttöku í glímukeppni. tryggð við þjóðaríþrótt okkar, íslensku glímuna, og skildi straxgildihennar. Hannmun frá barnæsku hafa iðkað gl ímuna af alúð og kostgæfni og á þann hátt fengið þá reynslu og þekkingu á glímunni sem síðar kom honum að góðu haldi við rómaða íþrótta- og glímukennslu í skólanum í Haukadal. Sigurður keppti fyrst í glímu 18 ára gamall á héraðsmótinu í Þjórsártúni 1916. Þá sigraði Sighvatur Andrésson í Hemlu, en Sigurður fékk verðlaun fyrir fagra og góða glímu. Sigurður varð glímukappi Islands 1922 og svo fjögur næstuárintil 1927. Hannvar kappsamur,fimurog snarpur, hið mesta karlmenni að burðum og hinn öruggasti til sóknar og vamar. Helstu glímubrögð hans voru hælkrókur aftur fyrir báða fætur, leggjarbragð og sniðglíma á lofti. Ég minnist þess hversu mjög ég dáðist að Sigurði fyrst þegar ég sá hann glíma. Síðarglímdi ég við hann sem kennara minn og er sannfærður um að hann hefur verið afburðafrækinn glímumaður. Hann var geðfelldur glímumaður þeim sem skildu hann, - en erfiður og skæður sökum orkunnar og hugvitsins, sem hann sýndi íhverri raun. Þátttakahans var einlæg og viljinn sterkur. 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.