Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 37
öllu leyti og starfrækti af mikilli kostgæfni og atorku í40 ár. Sigurður stofnaði íþróttaskólann í Haukadal 1927 eftir nám í íþróttaskólanum í Ollerup í Danmörku. Tilgangur Sigurðar með dvölinni í Ollerup var að öðlast sem besta menntun til að hrindaþví brennandi áhugamáli sínu í framkvæmd, að auka og efla líkamsrækt meðal landa sinna. Stofnun íþróttaskólans í Haukadal mun ætíð verða minnst sem mikils þrekvirkis við þær aðstæður sem þá voru. A ég þar bæði við fjárhagsörðugleika, og þá ekki síður samgöngu- og flutningaerfiðleika, sem við var að etja. Slíkt gat sá einn leyst af hendi sem hafði stálvilja og framsýni til að bera. Sigurður Greipsson átti hugsjón og sterkan vilja sem megnaði að ryðja þeim erfiðleikum sem fyrir voruúrvegi. Hann hafði ákveðið að koma upp íþróttaskóla í Haukadal, til að auka andlega og líkamlega rækt landa sinna. Og hann var einn af þeim gæfusömu mönnum sem sá hugsjón sína rætast. Máttarstólpi íþróttaskólinn í Haukadal vann sér það álit meðal þjóðarinnar að vera talin frábær uppeldisstofnun. Ungmenna- og íþróttahreyfingin átti sér sannkallaða máttarstólpa þar sem Sigurður Greipsson var. Að vissu leyti má segja að Haukadalsskólinn hafi verið eins komar félagsmála- skóli þessara samtaka, því að Sigurður var sannkallaður æsku- lýðsleiðtogi. íþróttaskólinn íHaukadal varlíka s vo lánsamur að njóta ágætra kennara í hinum bóklegu greinum sem þar voru kenndar. í því sambandi vil ég minnast Brynjólfs Dagssonar frá Gaulverjabæ, síðar læknis. Hann var ágætur kennari og góður söngmaður og kenndi í Haukadal veturinn 1928-29. Þá vil ég einnig minnast á að Gils Guðmundsson, rithöfundur, var kennari við skólann á tímabili, svo og Steinar Þórðarson sem kenndi þar lengi. Margir fleiri kenndu við skólann þó að ég hafi ekki haft kynni af þeim. I skóla sínum vann Sigurður markvisst að andlegri og líkamlegri mannrækt. Um hann má segja að „öllum kom hann til nokkurs þroska." Námstíminn í íþróttaskólanum í Haukadal var frá byrjun nóvember og stóð fram í febrúarmánuð. Kenndar voru þessar námsgreinar: leikfimi, glíma, sund og lítils háttar frjálsar íþróttir. Bókleg kennsla: íslenska, stærðfræði, heilsufræði, íþróttasaga og tungumál. Siguröur Greipsson átti hugsjón og sterkan vilja sem megnaöi aö ryöja þeim erfiöleikum sem fyrir voru úr vegi. Hann haföi ákveöið aö koma upp íþróttaskóla í Haukadal, til aö auka andlega og líkamlega rækt landa sinna. Að rétta menn úr kútnum Ég vil minnast hér á frábæra leikfimikennslu Sigurðar, sem hafði þann tilgang að rétta menn út kútnum oggeraþádjarfariíframgöngu. Þá var leikfimin þanning uppbyggð að skapa varanlegt þrek til starfa. Það var fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á frásögn Sigurðar um þróun íslensku glímunnar og gildi hennar. Það er margs að minnast. Ég var nemandi í Haukadal veturinn 1928-1929. Ég sleit aldrei tengslum við Sigurð Greipsson eða skólann í Haukadal. Þau ár sem ég var framkvæmda- stjóri íþróttasambands íslands heimsótti ég skólann á hverjum vetri ogaukþessöllár sem ástæður ley fðu. Alltaf var sem ég yrði ungur í annað sinn. Allir, sem verið hafa í íþróttaskóla hans, eru á einu máli um að betri leiðsögunamm til manndóms og þroska hafi vart verið unnt að finna, enda var Sigurður Greipsson sérstakur drengskapar- og atgervismaður sem skilur eftir sig djúp áhrif. Sú þjóð er rík sem hefur slíkum mönnum á að skipa. Stundum var sagt um Sigurð Greipsson að hann væri hinn ókrýndi konungur sveitanna, svo mjög þótti hann af öðrum bera. Á stjórnarfundi nýstofnaðs Glímusambands Islands þann 3. október 1965 lagði ég fram tillögu um að Sigurður Greipsson yrði gerður að heiðursfélaga Glímu- sambandsins og var það samþykkt einróma. Ungmennafélag Islands og íþróttasamband íslands hafa einnig kjörið Sigurð Greipsson heiðurs- félaga. Siguröur hylltur Þann 22. ágúst 1967 komu nemendur íþróttaskólans saman í Haukadal til að hylla Sigurð Greipsson í tilefni 70 ára afmælis hans og 40 ára afmælis íþróttaskólans í Haukadal. Nemendur Sigurðar Greipssonar fengu hinn ágæta myndhöggvara Sigurjón Ólafsson til að gera eirmynd af Sigurði á stöpli í tilefni 70 ára afmælis hans. Myndasty tta þessi þykir hið ágætasta listaverk og verðugur minnisvarði. Samkvæmt ósk Sigurðar var fengið leyfi hjá Skógrækt ríksisins til að koma minnisvarðanum fyrir innan skógræktargirðingarinnar í Haukadal. Staður sá sem valinn var er í fögrum skógarlundi, Sigurðar- lundi, sem er milli Kaldalækjar og vegarins heim að kirkjunni í Haukadal. Sigurður Greipsson steig eitt sitt mesta gæfuspor þegar hann kvæntist hinni ágætu og glæsilegu konu, Sigrúnu Bjamadóttur, bónda á Bóli í Biskupstungum. Hún reyndist Sigurði hin frábærastaeiginkona sem studdi mann sinn kostgæfilega í umfangsmiklum störfum hans að félagsmálum, skólahaldi, búskap og veitingarekstri. Mikið starf hvíldi á herðum Sigrúnar sem hún leysti af hendi af einstökum dugnaði og myndarskap, auk þess að sjá um uppeldi fjögurra sona þeirra hjóna sem upp komust. Synir þeirra eru Bjarni, Greipur, Þórirog Már. Allir eru þeir bræður ágætis íþróttamenn og glímumenn. Sigurður Greipsson andaðist þann 19. júlí 1985. Kjartan Bergmann Guðjónsson. Skinfaxi 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.