Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 38

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 38
Hugleiðing á afmœlisári Stefanía Þorgrímsdóttir, húsmóöir í Mývatnssveit, sendir Skinfaxa kveöju á 80 ára afmælinu. Stefanía Þorgrímsdóttir Á afmælum, hvort heldur er einstaklinga, atburða eða annarra þeirra fyrirbæra, sem merkjanlegeru á mælistiku tímans, stöldrum við við, skyggnumst til fortíðar og skoðum nútíð, jafnframt því að hyggja til framtíðar. 80 ár er ekki langt skeið í tímans flaumi, svona fljótt á litið. í lífi íslenskrar blaðaútgáfu telst það þó löng ævi. Viö lúðrablástur og trumbuslátt Skinfaxi er ekki stórt blað né umtalað í þeim skilningi, sem á við um mörg þeirra tímarita, er nú á tímum líta dagsins ljós við lúðrablástur og bumbuslátt, og eiga mislanga ævi, en tíðast töluverða „frægð” meðan þau lifa. I 80 ára sögu Skinfaxa hafa að sjálfsögðu skipst á skin og skúrir, - tímabil frjósamrar starfsemi og önnur miður. En þótt blaðið hafi af og til fallið í gengi, bæði hið ytra og innra, þ. r. í útgáfustarfsemi og að inni- haldi, lifir það þó enn. Sú staðreynd, skoðuð í sögulegu ljósi hérlendrar útgáfustarfsemi, hlýtur að vekja spurninguna hvers vegna? Hvemig stendur á því, að þetta blað hefur náð þeim aldri sem raun ber vitni, á sama tíma og aragrúi girnilegra glæsitímarita hefur dáið útaf þegjandi og hljóðalaust og gleymst jafnvel enn hraðar en frægðarstjama þeirra reis? Við þessari spurningu eru vafalaust mörg svör, en ég hygg að eitt þeirra vegi þó þyngst, - nefnilega það, að Skinfaxi er málgagn íslensku ungmennahreyfingarinnar. Líf hennar er líf blaðsins. Margur hefur og spurt, hvemig í ósköpunum standi á því að ungmennafélagshreyfingin hefur lifað af hið geysilega rót þjóðfélagsbreytingana og lífshátta- byltinga, sem einkenna það tímabil, er hreyfingin hefir starfað; tækniöldina svonefndu, með þeirri félagslegu firringu, sem talin er einkenna þá öld. Og ekki einungis lifað af, heldur fylgt eftir þjóðfélagsbreytingunum, án þess að missa sjónar á þeim grundvallarmarkmiðum, sem hreyfingin byggði og byggir á, og tekist það svo, að ungmennafélögin í landinu hafa um margra ára bil líklega aldrei staðið sterkari en nú. Að vera „ungmennafélagi" Svarið felst auðvitað í sjálfu eðli hreyfingarinnar. Svarið felst í reynslu sérhvers okkar af því að vera „ungmennafélagi”. Sjálf kom ég til starfa með ung- mennafélagshreyfingunni fyrri en sem fullorðinn, mótaður einstakl- ingur. Ég ólst að vísu upp við þá vitneskju, að í minni heimabyggð var ungmennafélag, þar sem pabbi fór á fundi, en öllu lengra náði þekking mín um þennan félagsskap ekki. Og við, sem teljumst til 68- kynslóðarinnar, ypptum gjarna öxlum við því sem við kölluðum „ungmennafélagsanda” í merking- unni þýlyndur afturhaldsandi. Þegar ég, fullorðin kona með eigin fjölskyldu, settist aftur að á bernskuslóð minni, gekk ég í ungmennafélagið „hans pabba” með frekar neikvæðu hugarfari, - svona eitthvað í þá áttina, að sértu í Kína talarðu kínversku og lætur þig hafa það. Mér lærðist hins vegar fljótlega, að innan þessa félagskapar var fram- kvæmt einmitt það sem við, „uppreisnaræskan” hrópuðum hæst á: ræktun manngildis einstaklings- ins. Að eignast með því að gefa Að eignast með því að gefa í samfélagi við aðra menn. I þessum félagsskap hefi ég verið krafin um störf, stór eða smá eftir atvikum, frá gólfþvotti til þess að flytja ávörp áhátíðarstundum og allt þarámilli. Einasvarið,semekkivar tekið gilt, var nei. Oft hef ég svarið þess dýran eið, að nú skyldi ég samt sem áður segja nei, - nú væri nóg komið, nú gerði ég ekki einu handtaki meira. Þann eið vona ég að ég haldi áfram að brjóta, hér eftir sem hingað til, því það sem af mér hefur verið krafist er hluti þess sem gerir mig að manneskju; þátttakanda í lifandi heild mannlegs samfélags. Starf, sem ber slík laun í sjálfu sér, eldist aldrei. Skinfaxi er málgagn þessa starfs, - lélegt eða gott málgagn eftir kringumstæðum og atvikum, - en óumdeilanlega nauðsynlegt. Sem ungmennafélagi óska ég, í sönnum ungmennafélagsanda, Skinfaxa til hamingju með afmælið, og um leið þeirrar framtíðar honum til handa, sem málgagni ungmenna- hreyfingarinnar ber. Stefanía Þorgrímsdóttir. 38 Skinfaxi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.