Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 42
Bjart framundan
Skinfaxi hafði
samband við Gunnar
Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóra HSÞ og
einn aðal skipuleggjanda
kynnningardagsins, og
spjallaði við hann um
daginn og starfið innan
HSÞ, sérstaklega þó
frjálsíþróttastarfið
Viðmœlandi Skinfaxa, Gunnar Jóhannsson ,framkvœmdastjóri HSÞ, ásamt
Jóni Frey Benónýssynijormanni HSÞ.
Auk þess að vera framkvæmda-
stjóri HSÞ hefur Gunnar starfað
mikið innan frjálsíþróttaráðs HSÞ
undanfarin ár.
-En hvemig voru viðtökumar við
HSÞ deginum?
„Við höfum fengið jákvæð
viðbrögð og erum það ánægð að við
ætlum að gera þetta að föstum lið í
starfinu, hvort sem það verður á árs
fresti eða 10 ára fresti. Miðað við að
við lékum þetta dálítið eftir hendinni
og hefðum kannski þurft meiri
undirbúningstíma, hefur þetta gengið
vel. Veðriðhefðiþómáttverabetra.
Komin í 2. deild
„Hvað starfið innan HSÞ varðar
erum við nokkuð ánægð, sumarið
kom mjög vel út, við fórum upp í 2.
deild í Bikarkeppni FRÍ og margir
krakkanna eru að komast á
landsmælikvarða, nokkrireru þegar
komnir í fremstu röð.”
-Gunnar er spurður út í framtíðina
og hann segist vera bjartsýnn.
„Við höfum enga ástæðu til annars,
eins og ég sagði áðan gekk vel í
sumar og nú þurfum við að halda vel
á spilunum í vetur. Það er nokkuð
breytt staða hjá okkur nú, margir af
þessum krökkum eru komnir í skóla
á Akureyri og víðar. Það reynir
meira á hópandann og að hver og
einn úr hópnum haldi sér í æfingu.
Við reynum að aðstoða þau eftir
mætti. Unnar Vilhjálmsson,
þjálfarinn okkar, mun fara a.m.k.
einu sinni í viku til Akureyrar og
stjórna æfingu með þeim sem þar
eru.”
Gunnar segist hafa fundið fyrir
því að margir telji að nú, eftir þetta
góða sumar, að hálfur sigur sé unninn
og nú þurfi ekki að hafa eins mikið
fyrir því að fylgja þessum góða
árangri eftir.
„Þessi hugmynd er byggð á
miklum misskilningi. Starfið
framundan er ekki síður
vandasamara en það hefur verið.
Krakkarnir eru mörg á þeim aldri þar
sem margt glepur. Nokkrir þeirra
eru komnir á „afreksstigið” og þá er
mun erfiðara að halda þessu saman,
kröfurnar sem þau gera verða öðru
vísi og um leið meiri. Stór hluti
hópsins var saman í Framhalds-
skólanum á Laugum síðastliðinn
vetur og það hópandanum mjög til
góða. Nú hefur þessi hópur tvístrast
nokkuð í vetur og við verðum því að
gæta þess vel að halda utan um hann
svo starfið sé ekki unnið fyrir gýg.”
Utanlandsferðin var
hvetjandi
Gunnar talar um að æfingaferðin
sem farin var með frjálsíþróttahópinn
til V-Þýskalands í sumarbyrjun hafi
skilað sér vel og haft mikið að segja.
„Og það var einnig tilhugsunin
síðasta vetur um ferðina sem hafði
góðáhrif,húnvarhvetjandi. Þaðvar
vitað snemma síðasta vetur að
eitthvað slíkt var í bígerð og það hélt
fólkiviðefnið. Núerunniðaðþvíað
fara í aðra slíka ferð næsta vor.
í grófum dráttum er um tvo hópa
að ræða í vetur, Akureyrar- og
Laugahóp, sem tengja þarf vel
saman. Þaraðaukieruaðsjálfsögðu
einstaklingar sem reynt er að fá á
æfingar á Laugum. Til þess að ná
þessu ætlum við meðal annars að
vera með eins konar æfingabúðir
nokkrar helgar þar sem allir koma
saman.”
-En hvemig er þessi góði árangur
til kominn?
„Það er nú sjálfsagt hægt að tína
ýmsar skýringar til”, segir Gunnar.
„Ég vil þó líta ein 5 til 6 ár aftur í
tímann. Þá var eiginlega
stefnubreyting innan frjálsíþrótta-
ráðs HSÞ að vera ekki að eltast við
42
Skinfaxi