Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 45

Skinfaxi - 01.12.1989, Qupperneq 45
Akureyrar í skóla. Þá jafnvel gegn einhverju gjaldi. Enþað vareinmitt ein skýring Óðinsmanna að þeir hefðu hreinlega ekki aðstöðu til að taka við þessu fólki. Þeir sögðu að Akureyrarbær væri ekki tilbúinn til að gefa þeim eftir meira pláss í sundlauginni. Viðbuðumstþátil að fara á fund bæjaryfirvalda og biðja um að þau hliðruðu til fyrir því fólki sem kæmi til náms á Akureyri. Við fórum til ÍBA og þeir vildu allt fyrir okkur gera en Óðinsmenn stóðu fast á þessu. Enn hefur því ekki fundist nein lausn á þessu máli. íþróttahreyfingin þarf að taka áþessu máli. Það er alls ekki óleysanlegt. Eins og staðan er nú erum við að sjá á bak öllu því besta fólki sem við höfum unnið baki brotnu í mörg ár við að þjálfa og aðstoða og okkur finnst það sárt. Svo eru krakkarnir sjálfir kannski settir í mesta klemmuna með þessum málarekstri öllum. Þau viljahalda tryggð við sitt gamla félag en sjá fram á það að þurfa að skipta um félag eða hætta ella sundiðkan. Þetta hefur reynt svo á marga þessara krakka að þau hafa hreinlega hætt að æfa. Það er hreinlega verið að brjóta einstaklinginn niður. Mjög ungt lið Við sem erum í þessu sundstarfi nú erum að sjá árangur af 6 ára starfi okkar. Núeruþeirkrakkarað verða 15 ára sem við byrjuðum með fyrir 6 árum. Þau eru komin á landsmælikvarða og neyðast til að segja sig úr Eilífi og fara í önnur félög. Það er að segja ef þau vilja leita sér menntunar út fyrir sína heimabyggð. Þeir krakkar sem við erum búnir að ala upp undanfarin ár og stefna jafnvel í það að verða afreksmenn í sundi, þeir verða að yfirgefa félagið. Staðan hjá okkur í dag er sú að við unnum okkur upp í 1. deild í sundi á síðasta ári og keppum því í henni nú í haust. Liðið sem við teflum þar fram er mjög ungt. í karlaflokki eru keppendur t.d. frá 14 ára og niður í 11 ára. Flestir eru á aldrinum 11 til 12ára. íkvennaflokknumerástandið heldur skárra. Flestar eru 14 til 15 ára en þó eru stelpur niður í 11 ára í liðinu. Viðvitumaðviðförumniður í 2. deild í ár en þrátt fyrir það erum við bjartsýn á framtíð sundsins hér fyrir norðan og og erum ákveðin í að gera stóra hluti í sundi.” -HSÞ liðið í sundi er myndað að mestu af krökkum úr tveimur félögum innan héraðssambandsins, þ.e. úr Eilífi í Mývatnssveit og Völsungi á Húsavík. Sævar heldur áfram. „Hér þurfa að koma til, sýnist mér einhverjar siðareglur innan sundíþróttarinnar. Ég get t.d. ekki séð að þetta eigi sér stað í nokkurri annarri íþrótt. Sundið er fyrst og fremst einstaklingsíþrótt, það sama má segja um frjáls- íþróttimar en ég hef ekki heyrt að þetta gerist þar. Frjálsíþróttamenn sem koma til Reykjavíkur utan af landi hafa fengið að æfa með félagi þar án þess að þurfa að skipta um félag. Við þurfum að gera með okkur einhvers konar „heiðursmanna- samkomulag” um þetta efni. Ef ungmennafélags- og íþróttahreyf- ingin geturþað ekki held ég að enginn geti það. IH Gerviefni á Laugavöllinn Áform eru nú uppi í S- Þingeyjarsýslu um að koma upp velli við Laugar með gerviefni á frjálsíþróttavellinum,svipað því sem er á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Gunnar Jóhannesson, framkvæmdastjóri HSÞ segir að þetta mál sé komið vel á veg innanhéraðs. „Það er komið svo vel á veg”, segirGunnar„að sveitarstjómar- menn þeir sem málið snertir eru allir sammála um að þetta sé mál sem beri að stefna á og það á allra næstu misserum. Málið er nú í ríkiskerfinu og unnið er að því að fá jáyrði frá ráðuneyti um að ríkið leggi sinn lögbundna skerf til þessa máls úr íþróttasjóði. Eins og ég sagði eru allir sveitastjórnarmenn gallharðir á að það beri að leggja í þessa framkvæmd. Sem dæmi má nefna að mörgum finnst að hér vanti íbúðarhúsnæði. Þaðerhins vegar ljóst að ef framhaldsskólinn að Laugum verður ekki styrktur með ráðuum og dáð hefur það ekkert upp á sig að vera að by ggja íbúðir”, segir Gunnar. Þetta gerviefnismál helst í hendur við það sem nefnt er í viðtali við Gunnar hér til hliðar þar sem hann ræðir um málefni framhaldsskólans á Laugum, hugmyndir um sérstaka íþróttabraut við skólann. Gunnar leggur áherslu á að hér sé um mikilvæg byggða- sjónarmið að ræða sem snerti allabyggðíS-Þingeyjarsýslu. í þessu sambandi er rétt að minna á samþykkt sem gerð var á stjómarfundi UMFÍ 1988ogaftur á þingi UMFÍ sem haldið var í október síðastliðnum þar sem hvatt er til að komið verði upp frjálsíþróttavöllum með gerviefni á sem víðast um landið. Nú bíða norðanmenn eftir því að frá ríkisvaldinu berist skýr svör um þetta mál. Framhaldið er undir því komið hvemig þau svör verða. IH Skinfaxi 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.