Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1989, Side 47

Skinfaxi - 01.12.1989, Side 47
Þrautirýmis konar eruvinsœlar á leikjcmámskeiðunum. það dugleg á æfingum að ég fékk að keppa á Meistaramóti íslands suður áSelfossi. Viðfórumírútuogókum suður allan föstudaginn. Ég var orðin alveg ótrúlega þreytt þegar við komum til Selfoss. Á mótinu gekk mér vel í sumu en ekki eins vel í öðru. Ég kom ekki heim með neina verðlaunapeninga en nokkrir krakkanna fengu peninga. Á heimleiðinni gistum við í Borgarfirði og fórum í sund, það var miklu betra en að aka alla leið. En eins og þú veist amma, þá er það allra skemmtilegasta alltaf í ágúst enþaðeraðkeppaíÁsbyrgi. Égveit að þú hefur aldrei komið þangað svo ég ætla að lýsa staðnum svol ítið fyrir þér. Allt íkringum völlinn erskógur og ægilega háir klettar. Þar er alltaf gott veður, sama hvernig veðrið er annars staðar. Sumir segja að þetta sé alveg paradís. (Hvað sem það nú er). Landhreinsun í Lundi. íþróttamótin í Ashyrgi eru einn helsti hápunktur sumarsins í N-Þing. Við vorum búin að hlakka svo ofsalega til í allt sumar. Þar er víst keppt á hverju ári og ég held að allir í sýslunni, sem hafa keppt í íþróttum, hafa keppt þar. Fullorðna fólkið er allavega alltaf að segja skemmtilegar sögur þaðan. Þama hitti ég nærri alla krakkana sem ég kynntist á íþrótta- og leikjanámskeiðinu og keppti við þau og marga fleiri. Mér gekk bara nokkuð vel, ég fékk eitt gull ogeittbrons. Þú verður bara að koma norður næsta sumar og horfa á mig keppa í Ásbyrgi, ég er strax farin að hlakka til. En nú verð ég að fara að hætta þessu rausi, ég bið kærlega að heilsa afa. Ein úr N-Þing. Skinfaxi 47

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.