Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 52

Skinfaxi - 01.12.1989, Blaðsíða 52
varðar íþróttir og útivist. Einnig að ungmennafélög og sambönd ættu þama vísan stað fyrir ýmsa starfsemi. Þar sem Iþróttamiðstöð íslands á Laugarvatni er skammt frá eru alls ekki hugmyndir uppi um að í Þrastaskógi verði lögð stund á keppnisíþróttir. Lögð var rík áhersla á að starfsemin sem þarna fer fram standi undir rekstri svæðisins. Einnig var lögð áhersla áað náttúrufar svæðisins yrði fyrir sem minnstu raski svo þeir sem þarna koma í framtíðinni fái notið þeirrar náttúruperlu sem Þrastaskógur er í dag. Það var áberandi í hugmyndum þátttakenda í keppnninni að svæðinu var skipt niður í ákveðin athafnasvæði. Á fremsta hluta svæðisins, við Sogsbrú, gerðu flestir ráð fyrir nokkrum endurbótum á þjónustumiðstöð Þrastaskógar sem þjónaði bæði þeirri starfsemi sem fer fram í skóginum, sumar- bústaðalöndunum í nágrenninu og þeirri miklu umferð sem er um Grímsnes allt árið. Það var mat dómnefndar að náttúrufar suðursvæðis skyldi hald- ast sem mest óbreytt. Aðalupp- bygging skyldi eiga sér stað á miðsvæði, kringum íþróttavöllinn í skóginumogánorðursvæðinu. Næst Álftavatni skyldi vera möguleiki á byggingu sumarhúsa, tjaldsvæða og annarar starfsemi sem til félli. Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í þær tillögur sem bárust. Ohætt er að fullyrða að hugmyndasamkeppnin hefur sparað UMFI miklar fjárhæðir í formi forvinnu á svæðinu. Hugmynda- samkeppni sem þessi skilar fleiri hugmyndum um hvað er mögulegt á svæðinu; efeinnverktakihefði verið fenginn til að vinna verkið er ljóst, miðað við þær tillögur sem bárust, að sá kostnaður hefði ekki orðið minni en samkeppni þessi. Fulltrúar UMFI í dómnefndinni voru þeir Sæmundur Runólfsson, Finnur Ingólfsson, Hafsteinn Pálsson og Egill Heiðar Gíslason sem var ritari nefndarinnar. Rekstrargrundvöllur Almenn ánægja var á þinginu með þá vinnu sem hafði verið lögð í að skipuleggja þessa dýrmætu eign ungmennafélaganna. Þingheimur samþykkti samhljóða að „skipa nefnd til að vinna frekar úr þeim hugmyndum sem fram komu í hugmyndasamkeppninni. Jafnframt skal nefndin kanna rekstrar- grundvöll svæðisins ásamt því að gera tillögur um fyrstu framkvæmdir. Nefndin skal Ijúka störfum fyrir næsta Sambandsráðsfund UMFÍ.” Hugmyndasamkeppnin er aðeins fyrsta skrefið í átt til þess að Þrastaskógur verði nýttur um ókomna framtíð á þann hátt sem ungmennafélagar hafa verið að ræða um mörg undanfarin ár. Ljóst er að nefndarinnar bíður mikið og vandasamt verkefni. Mjög mikilvægt er að þær framkvæmdir sem þarna verða unnar í framtíðinni verði gerðar af fagmennsku og myndarskap. Samkeppnin er lítils virði fyrir framtíð Þrastaskógar og ungmennafélagshreyfingarinnar ef ekki verður staðið að uppbyggingunni með þessum hætti. S.R. og IH Þrastalundur, þjónustumiðstöðin við Þrastaskóg. Ljóst er að þarna þarfað gera nokkrar endurbætur fljótlega en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hverjarþœr verða. I Þrastaskógi er minnisvarði um Aðalstein Sigmundsson, fyrrverandiformann UMFÍ, ritstjóra Skinfaxa og skógarvörð í Þrastaskógi í tugi ára. 52 Skinfaxi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.