Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 56

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 56
Það var stór og mikill hópur af báðum kynjum að taka gráðun undir stjórn Ingo de Jongs og Karls Pirttinens þegar Skinfaxa bar að í þróttahúsi Stjörnunnar eitt kvöldið í nóvember. Karatefólkið F.v. í fremri röð, Hjörtur Hilmarsson, Rlkharður Róbertsson. Á bakviðfrá vinstri. Róbert Orn Axelsson og Þorleifur Jónsson. Karatefólkið í Stjörninni heimsótt í gráðun - rabbað við nokkra unga og efnilega... Skinfaxi greip nokkra unga drengi á aldrinum 11 til 16 ára sem voru að fara í það sem karatemenn kalla gráðun eftir stutta stund. Þetta eru þeir Hjörtur Hilmarsson, Þorleifur Jónsson, Róbert Örn Axelsson og Ríkharður Róbertsson. Þeir hafa allir stundað karate í ein þrjú ár og voru að fara að taka gráðun upp í gænt belti. Allir eru þeir hins vegar með gul belti. Þorleifur hafði að mestu orð fyrir strákunum. „Við erum komnir það langt að við förum í bardaga í gráðuninni.” Fólkiðsemvaráundan þeim var hins vegar í stöðuæfingum. „Þetta verður mikið erfiðara eftir því sem maður kemst lengra”, bætir Hjörtur við. Þeir segjast hafa verið mikið hjá þjálfaranumlngodeJong Shihanog eru afskaplega ánægðir með hann. De Jong kemur árlega til íslands til að þjálfa hjá Stjömunni í nokkurn tímaogkallastyfirkennari. Honum til aðstoðar hefur verið í haust Karl 56 Pirttinen l.dan. Stjamanhefurásamt Umf. Baldri á Hvolsvelli notið leiðsagnar De Jongs um nokkurra ára skeið og De Jong er ásamt Pirrtinen í hér á landi á vegum beggja félaganna og þjálfa jafnt í Garðabæ sem á Hvolsvelli. Fyrir nokkrum árum klofnaði Karatefélag Reykjavíkur í tvo hópa út af ágreiningi um aðferðir í þjálfun og upp úr því var karatedeild Stjömunna stofnuð „Ég held að það sé dálítið öðruvísi bragur á æfingunum hjá okkur heldur en mörgum öðrum félögum, t.d. Þórshamri í Reykjavík”, segir Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.