Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 58

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 58
Sundmót Austurlands Frá Austurlandsmótinu í sundi síðasta sumar á Neskaupstað. Sett voru 10 Austurlandsmet í unglingaflokki, í blíðskaparveðri. Sundmót Austurlands fór fram á Norðfirði í blíðskaparveðri dagana 26. og27.ágústí sumar. Þátttakafrá félögum innan UIA varfremurdræm eða aðeins frá 3 félögum og er það íhugunarefni fyrir forráðamenn sundmála á Austurlandi hvernig þeir gætu efltþessagrein innan héraðsins. Nú eru víðar laugar á Austurlandi en á þessum þremur stöðum og því hægurvandi aðeinbeitaséraðmeira sundlífi þar, þóerfiðaraðstæðurséu ogopnunartímistuttur. Tökumdæmi eins og Egilsstaði, Eiða, Vopnafjörð, Fáskrúðsfjörð, Djúpavog, Stöðvar- fjörð ogEskifjörð. Aöllumþessum stöðum eru laugar og væri ekki úr vegi þann stutta tíma sem þær eru opnar, að huga að meira sundlífi þar fyriráhugasamakrakka. Enginnvafi er á að þau myndu vilja vera með ef ýtt væri á starfsemina og þeim gefinn kostur á skipulögðum æfingum þó í litlum mæli væri til að byrja með. 10 Austurlandsmet Eins og áður sagði voru þátttakendur aðeins frá Þrótti Neskaupsstað, Huginn, Seyðisfirði og frá Val, Reyðarfirði. Krakkamir frá öllum þessum stöðum stóðu sig með mikilli prýði, og var einkennandi hversu vel þau syntu og ógilt sund kom varla fyrir, en urðu aðeins vegna smá klaufaskapar. Er greinilegt að leiðbeinendur þeirra hafa lagt ríka áherslu á gott sund og löglegt. Alls var keppt í 37 greinum og voru um 200 skráningar með um 65 þátttakendur. Sett voru 10 Austurlandsmet í unglingaflokkum. Emil Gunnarsson, Þrótti bætti 100 m bringusund pilta um 3 sek. eða úr 1:22,2 í 1:19,2 mín. Nína Ýr Guðmundsdóttir.Huginn settimetí 50 m baksundi meyja á 43,3 sek. og í 50 m baksundi hnáta synti Ellen Rós Baldvinsdóttir, Val á 56,3 sek. Einnig setti Ellen Rós met í 50 m flugsundi á tímanum 55,3 og bætti svo enn um betur og sigraði í 50 m skriðsundinu á nýju meti 41,7 sek. 58 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.