Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 60

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 60
Erum ánœgð með okkar starf íslensk Getspá var nokkuð milli tannana á fólki í september og október þegar kynnt voru áform um að reisa byggingu áfasta við þá byggingu ÍSÍ sem hýsir m.a. íslenska Getspá. Þetta hús verður 2400 fm að stærð og íslensk Getspá fær 54 % af húsrýminu undir starfsemi sína, afganginn fær ÍSÍ og sérsambönd þess. En hvað segir starfsfólk íslenskrar Getspár. Hvernig eru aðstæður þess, hvernig gengur vinnan fyrir sig hjá því? VilhjálmurVUhjálmsson,framkvœmdastjóriíslenskrarGetspár.. Skinfaxi sá ástæðu til að fara inn í Laugardal og kynnast aðeins starfseminni innan frá, tala við starfsfólkið og heyra álit þess. Fyrstur varð fyrir svörum Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri íslenskrar Getspár. Árið 1987, skömmu eftir að lottóið hófst, var tekið við hann viðtal í Skinfaxa. Hann var spurður um hvernig þróunin hefði verið síðan þá. Jákvæð þróun „Ég get ekki annað sagt en hún hafi verið jákvæð. Eins og menn muna hófst lottóið með miklum látum, salan varð geysi mikil, mun meiri en menn áttu von á. Svo minnkaði hún lítillega”, segir Vilhjálmur „en undanfarið höfum við verið að síga upp á við. Við höfum gert eina breytingu á leiknum frá því við hófum starfsemina, úr 5/ 32í5/38. Þaðmásjáþábreytinguað þegar verður yfirhlaup, seljum við ekki eins mikið og áður. Ef þetta er skoðað í línuriti verða sveiflurnar upp á við í sölu ekki eins hvassar og miklar. Hins vegar er þetta jafnara nú þegar á heildina er litið. Þannig að í raun seljum við ekki mikið minna en við gerðum hér fyrst. Og við höfum verið að sækja í okkur veðrið að undanfömu eins og ég sagði. Lengi vel vorum við á toppnum í heiminum með sölu miðað við íbúafjölda. Nú hefur krónan okkar lækkað svo mikið miðað við svissneska frankann að Norðmenn eru t.d. komnir upp fyrir okkur. í íslenskum krónum talið seljum við hins vegar ekkert minna en áður. ” -Vilhjálmur er næst spurður um starfið hjá Getspánni. Hvað eru t.d. margir starfsmenn hjá honum? „Hér eru nú 19 starfsmenn”, svarar Vilhjálmur, „tölvarar, viðgerðar- menn og skrifstofufólk. Einn aðal tölvumaðurinn okkar, Theódór Sigurliðason, er reyndar að yfirgefa okkur og fara yfir til GTECH fyrirtækisins í Bandaríkjunum en það er fyrirtækið sem við keyptum tölvubúnaðinn af. Theódór er mjög snjall forritasmiðurogGTECH menn hrifust mjög af því sem hann hefur verið að gera hjá okkur.” Ekki fleiri sölukassar -Verður bætt við sölukössum á næstunni frá því sem nú er? „Nei, við erum búin að koma upp þeim sölukassaflota sem við teljum að sé fullnægjandi. Þetta eru rétt tæplega 180 kassar sem eru tengdir um allt land. Eins og staðan er í dag ætlum við ekki að bæta við kössum ísölukerfið. Viðeigum211 kassaen þurfum alltaf að eiga varakassa ef 60 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.