Skinfaxi - 01.12.1989, Page 66
UMFÍ bikarinn
Valur Ingimundarson, körfuknattleiksmaður í Tindastóli, t.v. á
myndinni, tekur á móti UMFÍ bikamum úr höndum fyrrverandi
handhafa hans, Eyjólfs Sverrissonar.
Vals frá Eyjólfi
í sumar var UMFÍ bikarinn
afhentur í annað sinn sem
Ungmennafélag ísland gaf við vígslu
íþróttahússins áSauðárkrókiíjanúar
1986. Bikarinn er veittur þeim
körfuknattleiksmanni í Umf.
Tindastóli sem flest stig skorar
samanlagt í öllum leikjum þeirrar
deildar sem keppt er í hverju sinni.
í fyrsta skiptið hlaut Eyjólfur
Sverrisson bikarinn fyrir
yfirburðastigaskorun í leikjum
liðsins og einnig í 1. deildinni
keppnistímabiiið 1987-1988.
Að þessu sinni hlaut Valur
Ingimundarson UMFI bikarinn.
Hann skoraði 674 stig í 25 leikjum í
úrvalsdeildinni og var jafnframt
stigahæsti leikmaður deildarinnar.
Næstur í stigaskorun í úrvalsdeildinni
varEyjólfur Sverrisson með 626 stig.
Þannig átti Tindastóll stigahæsta
Árlegur UMFÍ
bikar var veittur á
Sauðárkróki í
sumar, hann
gengur á milli
körfuknattleiks-
manna þeirra á
Sauðárkróki sem
best standa sig
hverju sinni.
leikmann 1. deildar 1987-1988 og
tvo þá stigahæstu í Urvalsdeildinni á
síðasta keppnistímabili, 1988-’89.
Þessir tveir voru yfir-burðamenn í
körfuknatt-leiksliði Tindastóla á
síðasta keppnistímabili.
Um leið má geta þess að auk
körfuboltans leikur Eyjólfur eitt
aðalhlutverkið í knattspyrnuliði
Tindastóls og varð markahæsti
leikmaður í 2. deild nú í sumar með
14 skoruð mörk. Þá er hann og aðal
marka-skorari í U 21 árs landsliði
Islendinga í Evrópukeppninni eins
og mörkin fjögur í leiknum við Finna
íhaustgefatilkynna. Þaðvarðm.a.
til þess að hann dvaldi um nokkurra
vikna skeið í haust hjá hinu þekkta
knattspymufélagi, Stuttgart í V-
Þýskalandi.
GI
66
Skinfaxi