Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 71

Skinfaxi - 01.12.1989, Síða 71
því að Kópavogsbær greiði 80% kostnaðar við byggingu íþrótta- mannvirkja á svæðinu. Breiðablik verður skipuleggjandi og umsjón- araðili allra framkvæmda og stefnir að því að ljúka sandgrasvellinum haustið 1990, byggingu félags- og vallaraðstöðu á árinu 1992 og byggingu íþróttahúss á haust- mánuðum árið 1994. Gengið hefur verið frá greiðslufyrirkomulagi bæjarsjóðs og greiðir hann Breiða- bliki tvær milljónir króna á mánuði fyrstu þrjú árin, en eftir það eina milljón króna á mánuði, alls í 46 mánuði. Greiðslurnar eru verð- tryggðar og bundnar vísitölu byggingarkostnaðar. Fjárveiting bæjaryfirvalda til framkvæmda í fyrsta áfanga er því alls kr. 118 milljónir króna, en það jafngildir um fimmtán hundruð krónum á hvern íbúa bæjarins á ári. í bígerð eru svipaðir samningar Kópavogsbæjar við önnur íþróttafélög í Kópavogi, þ.e. um þátttöku bæjarsjóðs í stofnkostnaði íþróttamannvirkja. Um leið hefur Kópavogsbær skuldbundið sig til öflugri og markvissari þátttöku við uppbyggingu íþróttaaðstöðu á næstu árum en dæmi eru um hjá öðrum sveitarfélögum hér á landi og sjá bæjarbúar allir fram á gjörbreytta aðstöðu til íþrótta og útivistar í náinni framtíð. Fyrsta skóflustungan Það var Gestur Guðmundsson, fyrrverandi formaður Breiðabliks og oft nefndur „faðir félagsins”, sem tók fyrstu skóflustunguna að nýja sandgrasvellinum. BYKO í Kópavogi gaf skófluna, áletraða í tilefni dagsins, og afhenti Jón Helgi Guðmundsson, framkvæmdastjóri BYKO, Breiðabliksmönnumþenn- an fagra grip. Logi Kristjánsson, formaður Breiðabliks, flutti ávarp og séra Ámi Pálsson, sóknarprestur í Kópavogi, bað félagssvæðinu og fram- kvæmdum á því blessunar. Homaflokkur Kópavogs lék fyrir viðstadda og fjöldi ungmenna í Kópavogi myndaði hring utan um fyrirhugaðvallarsvæði. Viðstöddum " m- Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, (t.v.) og Logi Kristjánsson, formaður Breiðabliks, undirrita samstarfssamninginn. TilhliðarsitjaHeimir Pálsson, forseti bæjarstjórnar Kópabvogs, (t.v.) og Guðmundur Oddsson, formaður bœjarráðs. Breiðabliksmenn úrhinum 10 íþróttadeildumfélagsins standa þeim að baki. var síðan boðið til samsætis í gestum með rjúkandi kaffi og Félagsheimili Kópavogs og tók heimabökuðum góðgjörðum. kvennadeild Breiðabliks þar á móti Fyrr á tímum Myndin hér að ofan birtist á árinu 1947 Skinfaxi 71

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.