Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Síða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Síða 19
Af þessu leiðiv að útgerðarfyrirtækin yrðu ann- aðhvort að selja eignir sínar eða taka lán, ef það fengist, til greiðslu á eignaankaskattinum. Sala á eignum útgerðarfyrirtækjanna myndi undir ýms- um kringumstæðum leiða til stöðvunar þeirra, þar sem eignirnar eru nauðsynlegur grundvöllur undir starfrækslu fyrirtækjanna. Frumvarp til laga um eignaaukaskatt var flutt al' þeim Iíaraldi Guðmundssyni, Hermanni Jónas- syni og Brynjólfi Bjarnasyni, á vorþinginu 1943. Þessir menn hafa ákveðið hvernig fé því yrði var- ið sem aflaðist samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að 1/3 fjárins gangi til alþýðútrygg- inga og byggingu verkamannabústaða, 1/3 til raf- orkusjóðs og byggingu nýbýla og landnáms í sveitum ,og 1/3 til framkvæmdasjóðs ríkisins. Vorþinginu síðastl. ár var frestað í maímánuði og lagðist þá frumvarpið um eignaaukaskattinn í dvala til haustþingsins, og lá þar óhreyft í nefnd í þrjá mánuði, eða þar til leið að þingslitum. Þá færðist allt í einu líf í frumvarpið, og var sá tími lengdur, sem skatturinn átti að ná til, og sennileg skattupphæð þar með hækkuð úr 7 til 8 milljón- um króna upp í 10—12 milljonir. Var ekki ann- að sýnna en að knýja ætti frumvarpið fram á síð- ustu stundu með þessum breytinguin til hækk- unar. í Reykjavík koma 2/3 hlutar eignaaukaskatts- ins niður á útgerðinni, þ. e. varasjóðum hennar. Ivunnugt er að utan Reykjavíkur lendir tiltölu- lega meiri hluti skattsins á útgerðarfyrirtæki, sök- um Jiess að þar er yfirleitt ekki um eignaaukningu nð ræða, innan þeirra marka sem skatturinn nær til, hjá öðrum en útgerðarfýrirtækjum. Má því gera ráð fyrir að 70 til 75% af eignaaukaskattin- um verði tekinn frá útgerðinni, eða með öðrum orðum 7—9 mill.jónir króna. Hversu mikil blóð- taka þetta er fyrir útgerðina sézt af því, að í árs- byrjun 1943 námu allir nýbyggingarsjóðir útgerð- arinnar um 15 milljónum króna. Frumvarpið dag- aði uppi á þinginu á síðustu stundu eftir að frain höfðu komið kröftug mótmæli frá sjómönnum og útgerðarmönnum. Með einhuga mótmælum Farmanna- og fiski- mannasambands Islands og útgerðarmanna hefur tvisvar tekizt að hindra framgang þess að tekinn væri með skattaráni stórmikill hluti nýbygginga og varasjóða útgerðarinnar. Það breiðir ekki yfir þetta g.jörræði þótt svo heiti að þessir peningar eigi nú að renna til ýmsra framkvæmda og styrkja, sem eru að mestu leyti útgerðinni óvið- komandi. Það breytir engu um tiiganginn, þótt nýbygg- bigarsjóðirnir hafi átt að undanskiljast skattin- um, hann kemur, eins og sýnt hefur verið fram á í þessari grein niður á varasjóðunum, enda er ný- byggingarsjóður lögum samkvæmt hluti af vara- sjóðnum. Það er lífsspursmál fyrir afkomu útgerðarinn- ar og' þar með þjóðarinnar í framtíðinni, að sá 1/3 hluti af hreinum tek.jum, seni útgerðinni er eftirlátinn, eftir að hún hefur greitt tekju- og eignaskatt, stríðsgróðaskatt, útsvör og ýms opin- ber gjöld, verði ekki skertur. Nýtizku islcnzkur togari! Fyrir 32 árum var þctla skip nýtizka togari Englendingá. Sjómenn og útgerðarmenn telja, að nú þegar hafi verið gengið alltof langt í því að takmarka myndun nýbyggingar- og varasjóða hjá útgerð- inni. Er nú svo komið, vegna þungra skatta, að það er ekki nema einstaka útgerðarfélag, sem verður þess megnugt að byggja nýtízku skip, að stríðinu loknu. Horfur eru á því, að stærstu fé- lögin, sem eiga mörg skip, geti ekki byggt nema einn til tvo nýtízku togara. Allur fjöldinn af togarafélögunum verður þess ekki umkominn aö endurnýja togara sína með öðrum nýjum, nema því að eins, að Alþingi breyti hér um stefnu og hætti að taka meginn hlutann af því fé, sem út- gerðin hefur aflað, af henni aftur í skatta. Benti fulltrúi útgerðarmanna á Sjómannadeginum síð- asta á þá hættu, sem af þessu stafaði. Það er ekki glæsilegt að horfa fram á veginn fyrir togaraút- gerðina með meginn-hluta flotans, 24—30 ára gamlan og úreltan að stríðinu loknu, og að- eins von um, að útgerðin geti byggt örfáa nýtízku togara í stað þeirra 3(1 gömlu togara, sem útgerðarfélögin áttu fyrir stríðið. Sjómenn og útgerðarmenn verða að fylkja sér um þá kröfu Farmanna- og fiskimannasambands íslands, að 50% af hreinum tekjum fyrirtækjanna renni í nýbyggingarsjóð og varasjóðirnir séu ekki skertir með skattaráni. Loftur Bjarnason. VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.