Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1944, Side 44
eins og kunnugt er, hefir að undanförnu ríkt hið mesta ólag í því efni, hve óhentug voru orðin hlut- föllin milli skipstjórnarréttindanna. Þá var það orðin hin mesta plága að mikil brögð voru að ]jví að stærð nýrra báta var miðuð við „réttindi“ þess sem átti að vera formaður. Helztu breytingar sem FFSI leggur til í þessu efni er, að afnumið verði hið minna fiskimannapróf, þ. e. 75 smál., en í stað þess komi aðeins eitt fiskiskipstjórapróf. Og í öðru lagi að 15 smál. réttindin fyrri verði nú miðuð við 30 smál. Ilefir stjórn FFSI fellt þær breytingar sem í sambandi við þetta þurfti að gera inn í hin eldri lög, og í samráði við skólastjóra stýrimannaskól- ans í Reykjavík, lagt fram tillögur sínar við Al- þingi en Sjávarútvegsnefnd neðri deiidar hefir tekið að sér að flytja frumvarp um þetta á Al- þingi. Er þess að vænta þar sem allir fulltrúar FFSÍ, einmitt þeirra manna, sem við þetta eiga mest að búa, og bezt þekkja inn á þes'si mál, voru algjörlega sammála, að mál þetta fáist fljótlega afgreitt á þingi. Svohijóðandi bráðabirgða ákvæði eru í frv.: í næstu 5 ár eftir að lagabreytingar þessar koma til framkvæmda, skal þeim, er lokið hafa hinu minna fiskimannaprófi samkv. Jögum nr. 104 frá 1936 eða smáskipaprófi samkv. lögum nr. 40 frá 1922, gefinn kostur á að ganga undir sér- stakt próf við Stýrimannaskólann í Reykjavík, er veiti sömu réttindi og núverandi fiskimanna- próf, enda hafi þeir siglt sem skipstjórar eða stýri- menn í 36 mánuði a. m. k. og hafi náð 35 ára aldri. Atvinnumálaráðherra setur reglugerð um próf þetta, að fengnum tillögum skólastjóra Stýri- mannaskólans í Reykjavík og fulltrúa frá Far- manna- og fiskimannasamb. Islands. Væntanlega verður séð hvernig afgreiðslu þetta mál hefur fengið þegar næsta blað kemur út og verður þess þá nánar getið. Sambandsþingið sendi Alþingi áskorun er var undirrituð af öllum fulltrúum, þess efnis að Al- þingi veitti svo ríflega fé til byggingu sjómanna- sleólans nýja ,að hægt væri að halda byggingu hans sleitulaust áfram, svo a. m. lc. tvær hæðir hússins yrðu tilbúnar undir kennslu veturinn 1944—45. Með því væri tvennt unnið, dregið úr fyrirsjáanlegum atvinnuskorti í bænum og flýtt fyrir þarflegri byggingu, sem enga bið þolir, að leomið sé upp. Samþylikt var till. um brt. á siglingalögunum frá 1914 um skiptingu björgunarlauna skipshafna. Liggur það mál nú fyrir Alþingi í frumvarpsformi flutt af Sigurjóni Ólafssyni meðan hann var á Al- þingi um tíma í vetur, í fjarveru Stef. Jóh., er frumvarp þetta byggt á tillögumFFSl, en þó að allverulegu atriði brugðið frá. Ilafa nú stjórnir FFSl og Alþýðusambands Islands rætt innbyrðis þann ágreining er þarna kemur fram, og er þess að vænta að samkomulag náist um sameiginlega niðurstöðu í þessu efni. Álylitanir í þessum efnum voru samþylcktar, og hefir þeim verið komið áleiðis til Adðeigandi að- ilja: Ályktun um starfrækslu talstöðva. Um bandalag vinnandi stétta. Um samtrygging og björgunarlaun. Um síldarverðið síðastl. sumar. Um löndunartækin á Raufarhöfn. Um sölu sjáv- arafurða. Friðun Faxaflóa. Fulltrúi FFSl í rannsóknarnefnd á rekstri Síld- arverksmiðja ríkisins 1942—43, Haraldur Guð- mundsson, skipstj. Isaf., Jýsti í ýtarlegu máli störfum nefndarinnar og niðurstöðum. Sagðist hann vilja standa við það hvar sem væri að ásak- anir og óánægja sú, er komið hefði fram af hálfu sjómanna í ýmsum efnum þessu viðvíkjandi væri fullkomlega á rökum reist, að sínu áliti. Var hon- um þakltað af sambandsfulltrúum fyrir samvizku- samlega og mikla vinnu er haun lagði fram i þessu efni og góðan árangur, þrátt fyrir að ýmsu leyti erfiðar aðstæður. HLUSTUNARTÍMI AKRANESBÁTA á vetrarvertíðinni 1944. Menn eru beðnir að hlusta í hverjiun róðri á viðtæki sín í 10 mínútur í senn á eftirtöldum tímum: Ilrefna Ilöfrungur Ileimir Kl. 9 Fylkir Aldan Stígandi Kl. 10.30 Sjöfn Björn II. Reynir Kl. 12 Sigurfari Ægir Þorsteinn Kl. 1.30 Jakob Hermóður Ilaraldur Valur Kl. 3 Víkingur Ármann Gunnar H. Kl. 4.30 Ver Egill Vonin Kl. 6 Ásbjörn Skírnir Stathaf Kl. 7.30 44 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.