Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 12
Benedikt Alfonsson (t.h.) Stýrimannaskólakennari ræðir við Sigurð Árnason skipherra í
eftirlitsflugi á TF Sýn 19. ágúst 1980.
aðstoða eftir því sem hægt er. Við
erum alltaf með tvo gúmbáta með
okkur, sem hægt er að henda nið-
ur, af nauðsyn krefur. Björgunar-
flugu er annar aðalþáttur starf-
semi fiuggæslunnar.
Hvemig er verkaskipting um borð í
flugvélinni?
Skipherrann ræður ferðinni en
leggur þó alltaf fyrir flugstjórann
hvað hann ætlar að gera hverju
sinni. Flugstjórinn segir svo til um
hvort hann treystir sér til að fram-
kvæma hugmyndir skipherrans
eða ekki. Það geta oft verið vissir
annmarkar á þeim og er þeim þá
breytt í samvinnu við flugstjórann.
Ef við tökum þetta flug sem dæmi,
þá læt ég siglingafræðinginn, sem
er stýrimaður frá Landhelgisgæsl-
unni, vita hvað ég ætlast fyrir.
Hann sér síðan um alla siglinga-
fræði í fluginu. Gefur flugstjóran-
um upp staði og stefnur og áætl-
aðan komutíma á þennan eða
hinn staðinn í fiskveiðilögsögunni.
Landhelgisgæslan hefur tekið að
sér að sjá um öll fjarskipti við vél-
ina eftir að hún er kominn niður
úr þeim hæðum, þar sem flugstjórn
hefur afskipti af flugi hennar.
Við erum ekki sjaldnar en á 30
mínútna fresti í sambandi við
stjórnstöð Gæslunnar, yfirleitt
oftar. Þennan þátt annast loft-
Frysting sjávarafurða
Saltfiskverkun
Skreiðarverkun.
ÍSHÚSFÉLAG ÍSFIRÐINGA
Eyrargata 2—4. P.O.Box 122 —
Sími 94-3870, ísafirði. — Símnefni: ÍSHÚSFÉLAG
12
VÍKINGUR