Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 21
Friðrik Sigurðsson:
Nor-Fishing ’80
Dagana 11.—17. ágúst sl. var
haldin í Þrándheimi í Noregi, all
umfangsmikil sjávarútvegssýning
sem bar nafnið „Nor-Fishing ’80“.
Skipuleggjendur sýningarinnar
voru sjávarútvegsmálaráðuneyt-
ið/fiskimálastofnunin annars veg-
ar og Noregs Varemesse hins
vegar. Þetta er í áttunda sinn sem
sýning af þessu tagi er haldin í
Noregi en áður hafa verið haldnar
sýningar í Bergen 1960, Þránd-
heimi 1965, 1969, 1972, 1974, 1976
og í Osló 1978. Sýninguna setti
Hallstein Rasmussen fiskimála-
stjóri en auk hans talaði Odvar
Nordli forsætisráðherra.
Fjöldi sýningaraðilja var tæp-
lega 200 og skiptust þeir þannig;
Noregur 80, Vestur-Þýskaland 3,
Svíþjóð 4, ísland 3, Austurríki 2,
Finnland 2 og önnur lönd færri.
Fjöldi framleiðenda var rúmlega
400 og skiptust þeir þannig:
Noregur 142, Vestur-Þýskaland
52, England 41, Norður-Ameríka
35, Svíþjóð 33, Danmörk 25,
Japan 23 og önnur lönd mun færri.
Skipuleggjendur sýningarinnar
áttu von á um 20.000 gestum úr
sjávarútveginum. Von var á gest-
um frá m.a. eftirtöldum löndum:
Mexikó, Perú, Argentínu, Thai-
landi, íslandi, Spáni, Englandi,
Nígeríu, Norður-Ameríku, Ind-
landi, Tanzaníu og Mosambique.
Á síðustu sýningu sem haldin var í
Þrándheimi komu gestir frá 43
löndum.
Fátt stórkostlegra nýjunga gaf
hér að líta, enda skammt síðan
World Fisheries Fair var haldin í
Kaupmannahöfn. En auk þessara
tveggja sýninga hafa verið í gangi
eða verða haldnar bráðlega sýn-
ingar í Aberdeen, Leningrad og
Boston. Þannig hefur framleið-
endum fæstum gefist tækifæri til
þess að þróa ný tæki á milli sýn-
inga en nokkur ný tæki gaf þó að
líta.
Veiðarfæri og veiðafærabúnaður
A/S Fiskeredskap í Bergen
sýndi benslavél sem er alveg ný af
nálinni. Vél þessi benslar með
stálbenslum sem bæði eru sterkari
og halda betur en gömlu þráð-
21
^ Nor-Fishina #
Odvar Nordli talar við opnun sýningarinnar.
VÍKINGUR