Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 24
bæði hægt að draga á einum bát
eða tveimur, en æskilegt er að sér-
stakt skip dæli olíunni upp en það
er ekki nauðsynlegt. Troll þetta
nýtir sér þá eiginleika olíunnar að
fljóta ofaná sjónum. Eins og skýr-
ingarmyndin ber með sér flyst
olían aftur eftir trollinu og aftur í
pokann hvaðan henni er dælt upp
en sjórinn berst út úr trollinu. Þær
tilraunir með að safna saman olíu
með svona trolli hafa sýnt mjög
jákvæðar niðurstöður. Þá var dælt
30 tonnum af olíublönduðum sjó í
hafið á hálftíma. Eftir að trollið
hafði verið dregið yfir svæðið var
nær engin olía eftir.
O. Mustad & Sön A/S sýndu
ma. „autoline system“ en þessi
búnaður hefur að sögn talsmanna
fyrirtækisins reynst miður vel á
íslandi. En búnaðurinn hefur
gefið góða raun í Noregi og
Færeyjum. Búnaður þessi er í sí-
felldri þróun og var mér tjáð að nú
væri ætlunin að hefja nýja sókn á
íslandi og reyna að komast fyrir þá
galla sem komið hafa upp á þar.
Annars var mér sýnd ný gerð af
línu sem tekin hefur verið í notkun
á íslandi. Lína þessi er ætluð í
línuveiðar þar sem þær eru stund-
aðar á venjulegan máta. Lína þessi
er kölluð roto-line. Línan sjálf er
úr nyloni en á hana er settur
„rotor“ sem er samsettur úr ytra og
innra hulstri. Innra hulstrið situr
fast á línunni (sjá mynd). Pinninn
Rotoline.
24
getur síðan sveiflast fram og til
baka og snúist um eigin ás, en ytra
hulstrið getur snúist á línunni.
Helstu kostir þessarar línu eru þeir
að „rotorinn" situr fastur á línunni
þannig að slit á línunni sjálfri
minnkar. Einnig er það talinn stór
kostur að pinninn liggur samhliða
línunni við drátt. „Rotorinn" er úr
ryðfrýju stáli og er fullyrt að
„rotorinn“ endist svo lengi sem
línan endist þannig að ekki þyrfti
að setja inn nýja „rotora“.
A/S Fiskeriautomatikk er fyrir-
tæki sem sérhæft hefur sig í fram-
leiðslu á sjálfvirkum handfæra-
rúllum. Fyrirtækið hóf fram-
leiðslu á rúllum fyrir um 15 árum
síðan og er framleiðsla fyrirtækis-
ins vel þekkt. Fyrirtækið sýndi á
sýningunni alsjálfvirkan útbúnað
til smokkfiskveiða. Útbúnaðurinn
er tengdur þeim rúllum sem fyrir-
tækið hefur framleitt. Útbúnaður
þessi er þannig úr garði gerður að
það er óþarfi að koma við smokk-
fiskinn eða krókana á veiðunum
sjálfum.
Fiskileitar- og siglingartæki
Simrad A/S, einn stærsti fram-
leiðandi fiskleitar- og siglinga-
tækja í heiminum og jafnframt
Nor-Fishing
einn stærsti sýningaraðilinn, hafði
fjölda tækja til sýnis. Þeir sýndu
þó ekki neitt nýtt frá Kaup-
mannahafnarsýningunni en margt
áhugaverðra gripa sýndu þeir.
SIFS þ.e. Simrads Integrerte
Fiskeletingssystem eða sem kalla
mætti á íslensku heildarsamsöfn-
unarfiskileitarbúnaður Simrads er
nú í reynd fullhannaður. I stjórn-
borði brúarinnar hefur skipstjór-
inn stóran litasjónvarpsskerm
(CRT) og fullkomið stjórnborð.
Hér fær skipstjórinn lifandi mynd
af ástandinu neðansjávar, bæði
þvert og framundan/afturundan,
skipinu. Fram á skerminn koma
stærð fiskitorfu, botn, veiðarfærið
og skipið. Öllum upplýsingum er
safnað sjálfvirkt saman frá marg-
geislatrollsonar, dýptarmæli,
trollindikator og höfuðlínumæli.
VÍKINGUR