Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 64
Fargjaldastríð
í Danmörku
Skip, flugvélar, járnbrautir koma við sögu
Myndin er af „gamaldags járnbrautarferju, en dönsku ríkisjárnbrautirnar nota hana
yfir Störabelti. Nú á að nota skíðaskip, og hætta að sigla með Iestarnar í heilu lagi.
„Skiljið bílinn
eftir heima“
Dönsku járnbrautirnar og
SAS/Danair keppast nú um að ná
til sín farþegum, sem ella myndu
ferðast á eigin bílum milli staða
innan Danmerkur, en það gera
auðvitað margir.
Ríkisjárnbrautirnar eru með
áform um að koma á skíðaskipa-
fart milli Kalundborgar (Sjá-
lands) og Árósa (Jótlands), en
með því mó.ti gætu járnbrautirnar
stytt ferðatímann verulega, eða úr
fjórum tímum í tvo og hálfan, og
er þá gert ráð fyrir hraðlestum við
báða ferjustaðina.
Polv Hjelt forstjóri ríkisjárn-
brautanna segir að þar sem
SAS/Danair hafi farið út í svo-
nefndar „grænar leiðir“ þar sem
fargjöld eru sett niður úr öllu
valdi, eða 17.000 ísl. kr. fram og til
baka frá Kaupmannahöfn til allra
flugvalla sem flogið er til á Jót-
landi, Fjóni og Borgundarhólmi
og því verði járnbrautirnar að
gera ráðstafanir.
Ódýrara og hraðar
með járnbraut
Þetta hyggjast ríkisjárnbraut-
irnar gera með því að stytta
ferðatímann og lækka fargjöldin.
Járnbrautarlestir sem aka með
160 km hraða verða notaðar á
vissum samkeppnisleiðum og þær
verða tengdar ferjum og skíða-
skipum.
Skíðaskipin geta tekið 265 far-
þega í ferð, og verða a.m.k. tveir
64
slíkir bátar teknir í notkun. Lest/-
Skíðaskip/Lest nefna þeir þenn-
an ferðamáta og verður ódýrara
að ferðast með þessum hætti en að
fljúga. Einnig leggja járnbrautirn-
ar nú þunga áherslu á brú yfir
Stórabelti.
Það er enginn efi á því að
SAS/Danair hefur náð talsverð-
um árangri með „grænu leiðun-
um“. Aukningin hefur verið 20%,
en járnbrautirnar gera sér voiiir
um að geta rétt hlut sinn nokkuð,
og benda á að þegar ferðast er
með flugvélum verði að taka vagn
út á flugvöll og bíða þar, en lest-
arnar fari inn í sjálfar borgirnar og
út frá þeim.
Járnbrautarfarmiði fyrir tvo frá
Kaupmannahöfn til Jótlands
kostar nú 360 kr. danskar fram og
til baka, en flug sömu leið fyrir tvo
kostar 400 danskar krónur.
O
VÍKINGUR