Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 16
bláa, skörðótta rönd með hvítum
flekkjum. Þetta er svæðið fyrir
sunnan Scoresbysund. Við horf-
um á það svolitla stund, en svo
hverfur það í gráhvíta þoku. Við
fylgjum línunni til norðausturs og
síðan austurs.
Við 15. gráðu v.l. komum við í
endann á því svæði sem fyrrum
var nefnt gráa svæðið. Það er bjart
yfir því núna, og það er ekki
Guðni Skúlason loftskeyta-
maður sér um fjarskiptasam-
bandið á TF Syn.
— Við erum ekki í sambandi
við Flugumferðastjómina,
þegar við erum í gæslunni,
segir Guðni, heldur höfum við
bein tengsli við stjómstöð
Landhelgisgæslunnar.
— Yfirleitt gengur mjög
greiðlega að hafa samband við
skip sem við þurfum að hafa
afskipti af. Þó getur það orðið
erfitt, t.d. að hafa samband við
Rússana. Það er út af tungu-
málinu. Þeir eru ekki sleipir í
enskunni.
ai!
Guðni Skúlason
Þórhallur Karlsson flugstjóri.
lengur grátt, heldur fagurblátt og
silfrað undir sól að sjá. Og ég fer
að hugsa um hvað það væri nú
gaman að sjá síldina vaða hér
aftur í þykkum flekkjum um allan
sjó. Bara að frændur vorir elsku-
legir vildu fara sér hægar við
drápið á henni.
Jan Mayen. Það fór þó ekki svo
að við fengjum ekki að sjá hana,
þetta umdeilda útsker. Það er
fjallið Beerenberg sem laugar sig í
bjarmanum við sjónhring, nær
2300 metra hátt. Fyrst sjáum við
það eins og skýmyndun, en síðan
rís það alhvítt í toppinn og fölblátt
16
VÍKINGUR