Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 58
hingað fyrstir togleðursstígvél,
bússur, og varð sú nýbreytni vin-
sæl og breiddist ört út.
Fyrsti skipstjórinn, sem kom
hingað til lúðuveiða, beint til
Þingeyrar og veiddi á Vestfjarð-
armiðum, hét John Diego. Hann
var vinsæll og mikill aflamaður,
og á merka afkomendur hér á
landi, og svo er raunar um fleiri
Ameríkumenn, sem hingað komu
frá Gloucester.
Nánast af hreinni tilviljun fór
ég að verða mér úti um fróðleik
um þetta efni, lúðuveiðar Ame-
ríkana, en get varla sagt að ég hafi
haft vísitölukaup fyrir þau hlaup.
Hafa þó ýmsir góðir menn látið
mér í té upplýsingar, en vart
nægilegar til þess að hægt sé að
skrifa þessa sögu að fullu. Það má
heita einkennilegt að ekki sé
meira sagt, að það er nær hvergi í
heild minnst á þennan sérstæða
þátt fiskveiðisögunnar, sem hófst
óvænt og lauk skyndilega. Fór þó
allmikið fyrir þessu meðan það
stóð, og aldrei hefur sú veiðiað-
ferð, sem notuð var, þekkst hér á
landi í annan tíma, og mun ekki
koma aftur til sögu. Um margt
ómerkara hefur verið ritað heldur
en lúðuveiðar Gloucestermanna
við Vestfirði.
Eftir þó nokkuð fálm og fum óx
mér efnið um mæli mikinn í
meðförum, og vant að sjá hvað úr
verður. Því er það að ég sting
niður penna, að ég veit að Vík-
ingur fer víða. Sé einhverjum les-
anda kunnugt um þessar lúðu-
veiðar Ameríkana, viti um heim-
ildir eða myndir í því sambandi,
þætti mér fengur að fræðast um
það. Hugsanlega get ég a.m.k.
haldið til haga þeim fróðleik um
þetta efni, sem ég veit að nú liggur
hér og hvað ónotaður.
Bárður Jakobsson,
Ásbraut 9,
200 Kópavogur.
Sími: 42619
Þarf ég raunverulega sjö sprautur við
kvefi?
Skoöun og viðgeröir
gúmmíbáta allt árið.
GÚMMIBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjagötu 9 Örfirisey
Slmi 14010
58
VÍKINGUR