Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 56
Ostfold sjómannaskólínn Um þessar mundir eru nem- endur sjómannaskóla Östfold í Fredrikstad að ljúka verkefni, sem þeir hafa unnið að síðan í fyrra- haust. Þeir hafa útbúið tvö skip skólans, sem nota á við kennsluna. í staðinn fyrir að nemendur hafi búið til hluti, sem þeir síðan hafa eyðilagt, er nú unnið að þvi að þeir búi til hluti sem þeir nota þegar farið er á sjóinn. Skóla- stjórinn Peter G. Zwitgmeyer og formaður skólastjórnarinnar Wil- ly Syversen frá Norsk Sjömanns- forbund, leggja ríka áherslu á að í skólatímanum séu unnin verð- mæti fyrir nemendur sem aðra. í fyrrahaust fundu skólastjórinn og formaður skólanefndar m/s „Skule“ sem þá var í Tröndelag. Þrátt fyrir það að skipið var í mikilli niðurníðslu trúðu þeir því að hægt væri að nota það ef menn létu hugmyndaflugið og nokkra vinnu ráða aðgerðum. Nú sýnir framtakið að ýmislegt er hægt. Þetta 699 br.lesta skip virðist ætla að verða gott skólaskip. En bæði nemendur og kennarar hafa orðið að leggja mikið á sig til þess að gera þetta framkvæmanlegt. En hugmyndaflugið og vinnan og óeigingjarnt starf hafa gert drauminn að veruleika og heitir skipið nú m/s Östfold. í fyrra- haust tryggði skólinn sér einnig m.b. Hvaler sem hefur siglt áætl- unarferðir milli Hvaler-eyjanna, en bátur þessi er byggður 1892 og er 87 br.tonn. Hvaða áætlun hefur skólastjórinn með þetta skip? Hann telur að nauðsynlegt sé að skólarnir hafi möguleika á að kenna um borð. Augljóst er að skólarnir verða í æ ríkari mæli að kenna sjómennsku en áður var. Nýjungar í samningum og sí- felld fækkun í áhöfn hafa það í för með sér að námið færist meira í skólana. Þessar aðstæður leiða af sér að um nám um borð í versl- unarflotanum er ekki um að ræða nema að litlu leyti. Mikilsvert er að nemar geti verið um borð í skipi á námstím- anum. Þeir ganga vaktir í brú og telur skólastjórinn að þetta sé best búni sjómannaskólinn, t.d. er einn dagur í viku ætlaður verkstæðis- vinnu. Öryggisreglur eru kenndar, kennt er að nota hverskonar vindur, binda skip við hafnar- bakka, setja út lífbáta, not af línubyssu. Þetta er ekki kennt annarsstaðar en á skipi, segir skólastjórinn. Áætlað er að Östfold sé í 7—14 daga túrum í Norð- og Austur- sjónum. Allir nemarnir fá fræðslu og raunhæft nám í siglingafræði, rekstri, stjórnun, að leggjast fyrir akkeri og að leggjast að bryggju með KA-ME-VA-Að-Ferð. Skip- ið er búið þremur rakartækjum (1 Dekka 1., íerna og Kelvin Hughes). Skermar eru víðsvegar í skipinu svo allir geta fylgst með því sem er að gerast, auk þess er myndsegul- band sem hægt er að taka allt upp á og sýna síðar. Auk þeirra tækja sem talin hafa verið eru tvær radiomiðstöðvar og einn platt gýro. Auk framantaldra tækja eru Decca og Loran siglingatæki. Brátt verður um borð gervi hnatt- tækjasiglingabúnaður. M/b Hvaler verður notaður við daglega kennslu fyrir allar deildir skólans. Auk þess vonast þeir til að geta notað m/b Hvaler fyrir allt fylkið. Ráðgert er að hægt sé að fara ferðir með eftirlaunafólk meðal annars. Eins ráðgera þeir að fara með hópa úr unglinga- skólum, sem hafa sem valgreinar sjómennsku. Östfæld er 5. stærsta sjómannafylkið í landinu, en helmingur sjómanna þaðan eru yfirmenn. Hvernig taka unglingar þessu? Lindey Fentoft 17 ára ein af þremur stúlkum, sem eru í skól- anum hefur eftirfarandi að segja. Hún telur þetta mjög til fyrir- myndar og telur að nemendur fái aukna þekkingu og meiri ánægju út úr náminu en áður: „Þetta verður ekki átakalaust fyrir mig sem verð að hreinsa ryð o.s.frv. en ég ætla á dekkið eftir skólann.“ Lindsey kann vel við sig í skólan- um og hyggst fara á sjóinn í 6 mánuði eftir að honum lýkur og getur hugsað sér að fara í stýri- mannsnám síðar. Öivind Villi- amsen sem rætt er við þar sem hann er að vinna við að lakka gólf segir að námið sé allt annað eftir að skólaskipin komu til sögunnar. Lausl. þýtt úr Norsk Somannsfor- bund Medlemsblad. Þeir hafa komist að því, að þeir hata sömu konuna. 56 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.