Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 45
eiginlega sjá?“, hraut út úr kynd-
aranum sem var á vakt með
honum. Fyrsti vélstjóri horfði á
hann með fyrirlitningu og við-
bjóði, eins og hann væri meindýr
af verstu tegund.
„Hvað ætla að þú skilja það
bölvaður aumingann, kominn af
þrælar. Ég er fannen stege mig,
bara að sjá om ikke er paa karto-
flerne brunede fladlús í pung-
fede.“ Engum stökk bros, menn
voru orðnir svo vanir þessum
væringum milli matsveins og
fyrsta vélstjóra að við vorum
hættir að taka eftir því. Sumir voru
líka í vafa um að þessi danskættaði
aðalsmaður meinti það sem hann
sagði um matsveininn, því að þeir
voru strax orðnir perluvinir þegar
á land var komið.
Alltaf var að bætast á borðið,
sulta, sinnep, rauðbeður og maltöl
í könnu. Það var farið koma vatn í
munninn á okkur þegar mat-
sveinninn sagði okkur að gera svo
vel, og þá var hraustlega tekið til
matar síns. Á eftir átti að vera
smjörgrautur með hindberjasafti
út á. Saftin var geymd aftur á
hekki. Hún var í stórum glerbrúsa
með víðum stút og trétappa í.
Kyndarinn var fyrstur að ljúka
við kjötið og skammtaði sér sjálfur
grautinn. Saftin var í tveggja lítra
könnu á borðinu og hann hellti
ríflega útá. Næstur var fyrsti vél-
stjóri og sparaði ekki saftina, enda
sælkeri mikill. Vélstjórinn, sem sat
á móti mér, tók sér nú einnig graut
og góðan slurk af saft. Ég var far-
inn að strjúka magann og orðinn
svo saddur, að ég átti í mestu
vandræðum að ákveða hvort ég
kæmi meiru í mig. Þá tók ég eftir
því að vélstjórinn var alltaf að tína
eitthvað út úr sér. Ég hugði fyrst
að þetta væru skánir úr grautnum,
en þegar loðnar skinnpjötlur birt-
ust á diskbarminum, ásamt ótal
hárflygsum, fór mér ekki að lítast
á blikuna. Að síðustu dró annar
vélstjóri út úr sér langan hala og
lagði einnig á diskbarminn. Það lá
við að innyflin í mér umhverfðust
og út úr mér sló svita. Vélstjórinn
hafði, á meðan hann át grautinn,
starað fram fyrir sig annars hugar
og tínt út úr sér eins og hann væri
að tína bein úr fiski. En þegar
hann ætlaði að standa upp, varð
honum litið á diskinn. Hann fór
með andlitið alveg niður að þessu
góðgæti, sem hann hafði lagt til
hliðar og rannsakaði þetta nær-
sýnum augum. Síðan tók hann í
halann og dinglaði honum nokkr-
um sinnum til og frá og tautaði:
„Ja hérna, þvílíkt . . .“ Fyrsti
vélstjóri og kyndarinn störðu á
þetta með hryllingi. 'Meistarinn
varð jafnvel orðvana, sem mjög
sjaldan kom fyrir. Hann gleymdi
meira að segja að bölva ,og þá var
nú Bleik brugðið. Annar vélstjóri
var að búa sig til að standa upp, til
að leysa hinn kyndarann af þegar
„Fyrsta“ og kyndara hans lá
skyndilega svo mikið á-að komast
upp á þilfar, að þeir ýttu öðrum
vélstjóra útaf bekknum. Ég var nú
orðinn alveg sannfærður um að ég
væri full mettur.
Matsveinninn var að byrja að
þvo upp. Hann hafði aldrei lyst á
að borða á daginn en fékk sér
venjulega kjöt á nóttunrii, rétt eftir
miðnætti um leið og hann fór upp
til að pissa. Ég tók hann nú tali og
þjónusta
við
lands-
byggðina!
Díinccinn skipautgerð
RIKISSKIP rikisins
Sími: 28822
VÍKINGUR
45