Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 61
Einn af sigurvegurum
norðurauðnanna
Hinn 5. maí sl. voru liðin
hundrað ár frá fæðingu rússneska
heimskautafarans Georgí Sédofs
(1877-1914), en hann var for-
ystumaður fyrsta rússneska leið-
angursins til Norðurpólsins.
Hvað vissu menn um lands-
svæðin kringum Norðurpólinn í
lok síðustu aldar? Að þar væri
ekki fastaland, heldur haf, að
þetta haf væri ísilagt, - og svo að
sjálfsögðu að þar væri kalt. Þetta
er ekki mikið - en menn langaði
til þess að vita allt! Um margra
alda skeið höfðu hraustir farmenn
og vísindamenn reynt að komast
sem lengst inn á Norðurskauts-
landið, — inn á hinar erfiðu ís-
auðnir sem búa yfir hinum
óvæntustu fyrirbænum. Nöfn
hinna hraustustu sigurvegara
norðurauðnanna má lesa á landa-
bréfum nútímans: Laptéf bræður,
Dezjnéf, Sedof, Amundsen,
Peare, Sverdrup . . .
Georgí Sédof fæddist í litlu
þorpi á strönd Azovshafs í fjöl-
skyldu fátæks fiskimanns. Hann
sem þá voru óþekktir reyndust
afar dýrmætar.
Rannsóknarferð Sédofs var
síðasta tilraunin sem gerð hefur
verið til að komast á hundasleðum
á Norðurpólinn.
Nálægt Sédofhöfða, þar sem
„Heilagur Fóka" hafði vetursetu
og þaðan sem Sédof hóf sína
hetjuferð, var árið 1929 reist
rannsóknarstöð. Sama ár kom ís-
brjóturinn Sédof með fyrsta hóp
sovéskra vetursetumanna, sem
komnir voru til þess að halda
áfram þeim störfum sem hafin
voru að rannsóknum á norður-
slóðum. APN
Leiðangur Georgi Sédofs. Hann ákvað að fara fótgangandi til Norð-
urpólsins.
fór ungur að hjálpa föður sínum
og kynntisl kröppum kjörum
fiskimanna, sem ól upp í hinum
verðandi norðurfara þolgæði og
þrautseigju, kjark og karl-
mennsku. Þarna óx líka ást hans á
hafinu og draumurinn um að
ganga í sjóherinn, — en á þeim
tímuin var honum einmitt falið að
annast allar vísindarannsókna-
ferðir.
Sédof stóðst sjóliðsforingjapróf
með ágætum og fékkst síðan alla
ævi við rannsóknir og færði inn á
kortin hin ýmsu höf og eyjar á
norðurslóðum og með Kyrrahafs-
ströndinni.
Georgí Sédof sýndi fram á það
að rússar yrðu að taka sem allra
virkastan þátt i rannsóknum á
Norðurheimsskautslandinu. í
ágúst 1912 lagði skipið „Heilagur
Fóka“ úr höfn í Arkhangelsk, en
þaðan er greið leið um Hvítahaf
og Barentshaf beint út í Norður—
Atlantshafið og var ferðinni heitið
til Norðurpólsins. En á móts við
strandir Novaja Zemlja fraus
Georgi Sédofs
skipið klossfast í ísinn og neyddist
til að sitja þar veirarlangt. Ári
síðar eftir mikil harðindi tókst
leiðangursmönnum að komast á
Frans-Jósefsland. Hjá Gúkereyju
festust þeir aftur til nýrrar vetrar-
dvalar. Hér dundi yfir þá enn ein
af þeim uppákomum sem heims-
skautalöndin loka með leiðum
sínum — skyrbjúgur. En þrátt fyrir
sjúkdóminn lagði Sédof af stað
með tveimur hásetum á hunda-
sleðum og tóku þeir stefnu á pól-
inn. Þeir áttu fyrir höndum tvö
þúsund km. ferð.
Rannsóknir leiðangursmanna á
veðurfari og náttúru heimsskauts-
ins, á straumum lofts og lagar, á
myndun íss og yfirborðs hans sem
safnað var á þeim stöðum heims
VÍKINGUR
61