Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 55
hefur mér stundum orðið hugsað
til þess, hvort hún myndi ennþá
brosa framan í þessa illskeyttu
veröld, sem engum gefur grið en
reynir að troða þá minnimáttar
niður í svaðið.
Siglingin heim gekk snurðu-
laust og ekkert markvert bar til
tíðinda. Stýrimaðurinn hvarf
fyrstur frá borði og kvaddi hvorki
kóng né prest. Fundum okkar bar
aldrei saman eftir þetta. Þetta var
eflaust heiðursmaður í hvívetna,
en fátalaður var hann og engum
hef ég kynnst á lífsleiðinni, sem
hefur tekið honum fram á því
sviði.
Enginn fann að kolakaupum
mínum enda var skipstjórinn
minn slíkur öðlingur að hann
hefði varla farið að veita mér
ákúrur fyrir þau mistök.
Þó að ég ætti eftir að sigla
margar ferðir til Englands um
ævina, sem skipstjóri, hefur þó
þessi fyrsta ferð mín sem slík,
orðið mér minnisstæðust.
Nopal Mascot. Smíðað árið 1978. Burðargeta 17405 tonn. Bílaflutningaskip, en einnig
ætlað til flutninga á öðrum varningi, að því tilskyldu að hægt sé að aka honum um borð.
Skipið getur flutt 5500 bíia í einu.
skíp ekkí fyrir augað
Nútíma
Virðum fyrir okkur þessar tvær
myndir, annarsvegar Susanne
Skou og hinsvegar Nopal Mascot.
Ætli flestir séu ekki sammála um
að Susanne Skou sé fallegt skip.
Mjúkar línur og engin hvöss horn,
sem „meiða“ augað. Sumir
mundu taka svo djúpt í árina að
segja að Susanne Skou væri skip.
Aldursmunur þessara tveggja
skipa er aðeins 11 ár, en með nú-
tíma flutningatækni, þar sem
varningnum er ekið um borð og
frá borði, í stað þess að lyfta hon-
um, koma fram skip á borð við
Nopal Mascot — óhugnaði er lík-
ist helst flugvélamóðurskipi. Öll
fegurð og mýkt látin lönd og leið,
en hagkvæmni og afköst eru alls-
ráðandi. BA.
Susannc Skou. Smfðuð árið 1967. Burðargeta 9750 tonn. Ætluð til flutninga á allri
almcnnri vöru.
VIKINGUR
55