Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 52
„Nú, þú pantaðir þetta sjálfur“, sagði maðurinn. „Þetta er eintómur misskilning- ur og ef þú stoppar ekki þetta rennsli strax, tek ég skipið undan krananum og tek kol annars- staðar. Talaðu við Boston Deepsea og segðu þeim að ég vilji aðeins fá „Hard coal“ það sem eftir er í lestina og kolaboxin“, þrumaði ég og var reiður. Innst inni viðurkenndi ég þó að eiga sökina, en að koma heim með tóman salla, það var útilokað, að mér fannst. Maðurinn hlýddi nöldrandi þó, fór í skúr þar nálægt og hringdi. Þegar hann kom aftur og sagði: „All right“, var málið leyst. Ég hrósaði happi að hafa getað forðað algjöru slysi. Þegar lokið yrði við að kola, þurfti að leiðrétta kompásinn, taka kost, vatn og tollvaming. Ég lét mat- sveininn um að panta vistir, en arkaði aftur upp á skrifstofu löndunarfélagsins, fékk tuttugu pund í viðbót orðalaust. Síðan settist ég inn í sjoppu og fékk mér te og kex. Ég notaði mér borðið, sem ég sat við, og skrifaði hjá mér hvað hver háseti hafði fengið mikla peninga og svo yfirmenn. Síðan fór ég í búðir og keypti mér góðan yfirfrakka sem kostaði þrjú pund. Ekki veitti af, því að í Húll var þá átta stiga frost en logn og bjart veður. Nú fyrst gat ég gefið mér tíma til að skoða umhverfið. Ég gekk meðfram höfninni og horfði lengi á hvernig stóru skosku hestarnir unnu. Þeir voru hafðir í „gertunnum“ og drógu út bómumar á stóru flutningaskipunum. Það var eins og þeir ynnu þetta vél- rænt. Þegar bóman var komin í rétta stöðu, stóðu þeir í viðspyrnu og hver vöðvi hnyklaðist og þessir vöðvar voru ekkert smásmíði. En einhvem veginn fann ég til með þeim og fannst þetta ómannúðleg meðferð. Ég rölti inn í kvik- myndahús, sem sýndi allan daginn en fannst myndin drepleiðinleg og fór út aftur. Ég fór nú að hugsa til kvöldsins. Ég átti tæpast annars kost en að fara með strákunum á einhveija knæpuna og dauðlang- aði til að prufa hvort þær ensku væru í einhveiju frábrugðnar þeim íslensku. En sá var hængur á að ég var trúlofaður heima á ís- landi. Ég átti í miklu hugarstríði út af þessu máli og hugsaði með mér að líklega væri best að bíða og vita hvort ég yrði fyrir nokkurri freist- ingu, sem reynslan yrði svo að skera úr um hvort ég stæðist. Um kvöldið héldum við hópinn, kyndararnir, hásetamir og ég. Hina vissum við ekkert um. Við settumst inn á sjoppu, sem okkur leist vel á. Strákarnir byijuðu strax að þjóra en ég bað um appelsín. Þeir komu að borðinu einn eftir annan og spurðu hvem þremilinn þetta ætti að þýða, allir hér inni vissu nú þegar hver væri skip- stjórinn þeirra og skipstjóri sem aðeins drykki appelsín, væri ann- aðhvort viðrini eða veikur af syfilis. „Ég er nú lang yngstur af ykkur, ég er ekki byrjaður ennþá“, sagði ég og reyndi að afsaka mig. „í guðs almáttugs bænum, gerðu okkur ekki þessa skömm“, sagði annar kyndarinn. „En, en gætir þú hjálpað mér um tvö pund í viðbót?“ Ég fór í veskið og rétti honum tvö pund. „Spurðu hina hvort þá vanti ekki líka“, sagði ég um leið og hann skálmaði til félaga sinna. Strax komu tveir og fengu sín tvö pundin hvor. Nú komu tvær stúlkur inn. Önnur þeirra gekk rakleitt að borðinu til mín. Ég spurði hæversklega hvað hún vildi drekka: „Einn tvöfaldan wiský", svaraði hún. Á meðan við biðum eftir þjóninum, spurði ég hana hvað hún tæki fyrir nóttina. „Eitt pund“, svaraði hún. Nú kom þjónninn og ég pantaði það EINKASALAR HÉRÁ LANDI FYRIR HIN HEIMSÞEKKTU „LION“ vélþétti. Framleiðendur: JAMES WALKER & Co. Ltd. Woking, England. 52 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.