Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 44
veður og ég vonaðist til að sjá land fyrir dimmingu. Ég var svo sem ekkert sérlega taugaóstyrkur. Ef við værum of vestarlega myndum við sjá Butt of Lewis. En værum við of austarlega, sæjum við Orkneyjar. Það var dumbungur en nærri logn. Klukkan tólf var kall- að á mig að borða. Ég vissi að kokkurinn gat búið til góðan mat og hlakkaði til að nú myndi hann gera okkur dagamun. Þessi matsveinn var um sextugt, svartur á brún og brá, lítill vexti og svo boginn í baki að höfuðið myndaði hérumbil níutíu gráða horn við fæturna. Hann sagðist vera svona illa leikinn eftir liða- gikt. Aftur á móti sagði fyrsti vél- stjóri, sem var danskrar ættar og talaði ekki sem allra besta ís- lensku, að hann hefði orðið svona af sýfilis. í skipi þessu var kolakynt elda- vél. Vegna beygjunnar var höf- uð matsveinsins alltaf yfir eld- hólfunum. Þar sem höfuð hans var vaxið þykku hrokknu hári, vildi það mjög skitna. Ekki var þá að- staða til hárþvotta, svona yfirleitt í fiskiskipum og síst í þeim sem byggð voru fyrir aldamótin nítján hundruð. Fyrsta vélstjóra var sérstak- lega uppsigað við þennan á- gæta matsvein. Þóttist hafa lært þrifnað í sínu föðurlandi, enda eini íslendingurinn sem væri af aðalsættum. Það var satt, mat- sveini hætti til að svitna geysilega, enda ekki að furða þar sem höfuð hans var stöðugt yfir eldhólfunum. Margur svitadropinn entaði því tilveru sína á heitri eldavélinni og settist síðan aftur að á hrokkin- hærða kollinum . . . eða lenti í einhverjum pottinum. Nú var hurðin fyrir eldhólfinu nákvæm- lega í hæð við miðju mannsins, hurðin hitnaði ofsalega og sá hiti leitaði á sérstakan stað á líkam- anum. Þetta orsakaði óþolandi kláða, sem ekki var hægt að yfir- vinna með öðru en klóra þennan viðkvæma stað. Nú, fyrrnefndur vélstjóri fullyrti að hendur mat- sveinsins væri ýmist á þessum svitasækna stað eða á kartöfl- unum, sem hann væri að flysja. Þrátt fyrir þetta var mér mun hlýrra til matsveinsins, en þess hrokagikks sem vélstjórinn var, en hann var óvenju illyrtur, enda sagðist hann bölva af hreinni list. Ótöluleg mergð af rottum var í skipinu, enda höfðum við túrinn áður verið með kött til að minnsta kosti að halda þeim í skefjum. En okkur til hrellingar féll hann út- byrðis og drukknaði. Þetta skeði í blíðskaparveðri rétt áður en við komum í Pentil. Varð hann öllum á skipinu harmdauði. Fyrsti vél- stjóri fuliyrti að hann hefði fyrir- farið sér vegna hræðslu við rott- urnar. Þetta voru svartrottur, mun smávaxnari en hinar brúnu, en þeim mun herskárri. Nú var sest að jólaborði. Mat- sveinninn hafði verið svo hugul- samur að kaupa eitt jólakerti, en svo vorum við óvanir slíkum munaði að þetta eina kerti megn- aði að skapa hina ákjósanlegustu jólastemningu. Menn voru þögulir og hátíðlegir. Annar vélstjóri sat á móti mér við borðið. Stillilegur maður og fátalaður og virtist aldrei verða uppnæmur þótt eitt- hvað bjátaði á. Fyrst kom á borðið steikt lambalæri og brúnaðar kartöflur. Fyrsti vélstjóri byrjaði strax að skoða kartöflurnar í krók og kring, bar þær upp að augunum og heyrðist tauta fyrir munni sér: „Djöfuls vandræði að hafa ekki stækkunargler.“ „Hvern déskotann þykist þú Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um það, að þú hafir klætt hana úr eingöngu til þessa? 44 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.