Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 31
Sigfús, Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson.
í hlutverki húsráðanda og á að
segja:
Það er fátækur Gyðingur að
spyrja eftir yður.
Hafið þér nokkurntíma þekkt
fátækan Gyðing, er svar Brynjólfs.
Nei, á Haraldur að svara. En í
þess stað svarar hann játandi:
Já, hann Pétur Bernburg.
Brynjólfur reyndist vandanum
vaxinn, lét ekki slá sig út af laginu,
svaraði:
Vísið honum inn.
Og þá lá húsið eins og það heitir
á leikhúsmáli. Áheyrendur veltust
um af hlátri og hinn fátæki og
snjalli fiðluleikari hló manna
hæst.
Frú Thorberg annaðist ekki
aðeins miðasöluna með mikilli
prýði í Iðnó, hún gegndi oft hlut-
verki hvíslara. Eitt sinn rak mót-
leikara Haralds í vörðumar. Har-
aldur gall þá við hvellhátt með
tilheyrandi bendingu:
Heyrðu góði. Hún frú Thorberg
vill tala við þig!
Og þá lá húsið, nötraði á grunni.
Leikarar þurfa oft að axla ofur-
mannlega byrði, ég tala nú ekki
um gamanleikara sem þurfa að
VÍKINGUR
halda uppi húmornum, kannski
sárlasnir — og hvernig sem ástatt
kann að vera í einkalífi þeirra.
Oft dáðist ég að Haraldi Á. Sig-
urðssyni, en aldrei þó eins og þeg-
ar hann lék vikum saman án þess
að láta bilbug á sér finna á móti
konu sinni Magneu, en þau voru
þá að skilja.
Haraldur gerði óspart grín að
sjálfum sér, hve feitur hann væri,
kunni því betur en að aðrir gerðu
það. Hann sagði frá því — og hló
dátt — að nokkrir strákar hefðu
knúið dyra heima hjá sér og spurt
þegar hann kom til dyra:
Heyrðu Haraldur, þú átt víst
ekki skyrtu sem þú ert hættur að
nota?
Það kann að vera ef ég leita vel.
Hvað ætlið þið að gera við hana?
Jú — sjáðu til. Við ætlum í
Indíánaleik hér á túninu og okkur
vantar tjald.
Dag einn kvaðst Haraldur hafa
verið á ferð í strætisvagni og í eins
manns sæti fyrir framan hann sat
stráklingur og við hlið hans stóð
rígfullorðin kona. Haraldur sagði
við stráksa:
Þú ættir nú að vera kurteis og
lofa konunni að sitja.
Strákur svaraði um öxl:
Þér ferst. Ef þú stendur upp geta
þrír sest.
Ég skal segja þér eina strætis-
vagnasögu af mér. Hún er ægileg,
ekkert minna, því í þeirri ferð varð
mér ljóst í eitt skipti fyrir öll, fyrir
lífstíð, hve lágvaxinn ég er. Sjálfs-
blekking hefur aldrei hvarflað að
mér eftir ferðina þá — ekki eina
mínútu.
Ég var á ferð í troðfullum
strætisvagni þegar fasmikil kona
braut sér leið beint að mér og
fnæsti andþung:
Ég sé það nú bara á yður að þér
lofið mér að setjast — og í töl-
uðum þeim orðum sneri hún bak-
hlutanum í mig og settist. Ég mátti
grípa utan um hana í ofboði til
hún hlunkaðist ekki á vagngólfið,
hún var gríðarþung, ekkert smá-
vegis ítak eins og strákamir segja.
Leggðu bollann frá þér, henni
Stellu er annt um stellið. Ég stóð
nefnilega í vagninum, skilurðu?
Að ég væri lágvaxinn vissi ég —
en að ég væri svo lágvaxinn að fólk
með sæmilega sjón héldi mig sitja
þegar ég stæði hafði mér aldrei
dottið í hug.
Síðan þetta gerðist hef ég alltaf
sætt færis að smella kossi á konur
sem ég hef þurft að kveðja heima,
áður en þær standa uppúr stól-
unum.
Gestur Pálsson var svo fljótur
að læra hlutverk að með eindæm-
um var, enda kom það sér vel því
hann var svo mikill „prófessor",
að hann týndi venjulega handrit-
unum sínum á þriðja eða fjórða
degi. Gestur var vínmaður, en stóð
alltaf sína plikt. Hann sagði mér
einu sinni í gamni að þægilegasta
hlutverk sem sér hefði áskotnast á
leikferli sínum hefði verið
junkærinn í Bræðratungu, hann
hefði þess vegna getað byijað að
þjóra strax í hléinu, því að eftir
31