Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 59
Ljóðið
„Á ferð minni með íslenskum
togara frá Englandi heim í haust
er leið, var mér það mikil gleði
að heyra skipverja kveða og syngja
jafnan við stýrið, og virtist það
venja þeirra. Þá hét eg því með
sjálfum mér, að eg skyldi reyna að
leggja hinum ágætu sjómönnum
vorum á varir það, sem bezt hefir
verið kveðið á íslenzka tungu um
sjó og siglingar, og eru hér nú
efndirnar. Hver mundi betur skilja
og meta slík ljóð, en sá, sem alt af
hefir yrkisefnið sjálft fyrir augum?
Og hvað er betri hressing í striti
lífsins og stríði, en að beina augum
og huga að fegurð og tign náttúr-
unnar, sem maður lifir og hrærist í?
Hvert gott ljóð er sem sjónarhæð
með nýrri útsýn, en jafnframt lifir í
hreimi kvæðanna og hætti sá andi,
sem þau eru af sprottin. Og hress-
andi hafrænu hefir alla tíð andað á
íslenzkan kveðskap, því að vér eig-
um, eins og safn þetta vottar, sjáv-
arljóð og siglinga frá öllum öldum
síðan á 9. öld. Hver íslenzkur sjó-
maður getur því átt sálufélag við
forfeður vora framan úr fomeskju
og séð sjóinn jafnt með augum
víkinganna sem sínum. Það sálu-
félag ætti að nægja til að lauga úr
huga og af vörum sjómanna vorra
allan þann útlenda orðahroða, sem
skolað hefir inn í sjómannamálið
og gert það að afskræmi tungu
vorrar. Ef sjómenn vorir taka upp
þau orð, sem nú er verið að smíða
handa þeim, og lesa, kveða og
syngja þessi Ijóð — og þeir ættu að
læra bæði rímnalög og söng á
Stýrimannaskólanum —, þá mun
bráðum hljóma um höfin sú ís-
lenzka, sem ættemi þeirra og karl-
mensku er samboðin.“
Þannig rítar Guðmundur Finn-
bogason í formála að „Hafrænu“,
VÍKINGUR
sjávarljóð og siglinga, sem út kom
1923. Víkingurinn mun á næstunni
birta valin ljóð úr bók þessari, sem
lengi hefur verið ófáanleg.
Davíð Stefánsson:
A dökkumiðum
Dimt er á Dökkumiðum,
djúpur og úfinn sœr;
á hverju einasta kvöldi
karl einn þangað rœr.
— Dimt er á Dökkumiðum.
Þegar hann fyrst þar fleygði
fögrum öngli í sjó,
gamlan og feitan golþorsk,
glaður inn hann dró,
tautaði eitthvað við sjálfan sig,
söng — og skellihló.
Á hverju kvöldi síðan
karlinn þangað fer,
og við þessar fiskiveiðar
vel hann unir sér,
og altaf kemur hann hlaðinn heim,
hvernig sem veður er.
Dimt er á Dökkumiðum,
djúpur og úfinn sær,
sumir segja að karlinn
sem að þangað rœr,
sé með horn og hala
og hófa — og jafnvel klœr.
Og það er í gamalli þjóðsögn,
aðþegar einhver deyr,
þá verði sálin að þorski
til að þvo af sér gamlan leir. . .
og síðan ekki söguna meir.
— En dimt er á Dökkumiðum.
59