Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1980, Blaðsíða 46
spurði hvernig stæði á rottum í
saftinni.
„Rottum, guð almáttugur. Nú
ætli þær hafi ekki bara dottið
niður í hana og drukknað, vesa-
lingarnir?“, sagði hann með hlut-
tekningu.
„Hefur þú flöskuna opna?“,
spurði ég.
„Nei nei, biddu fyrir þér. Tapp-
inn var ekki í á Þorláksmessu. Eg
hélt að strákarnir hefðu kannski
fengið sér sopa og gleymt að setja
tappann í, en ég breiddi strax
tusku yfir. Er bara ekki hægt að sía
það sem eftir er?“
„Ég held að þú ættir að henda
kútnum, þú getur keypt annan í
Húll“, sagði ég.
„Er það nú ekki óþarfa bruðl?“,
sagði hann og virtist hneykslaður.
Enginn gat verið samviskusamari
með annarra eigur en þessi maður,
þessi ljúflingur, sem öllum vildi
gott gera.
„Hafðu mín ráð og hentu kútn-
um, eða helltu úr honum ef þú vilt
ekki missa ílátið, en bjóddu körl-
unum aldrei þessa saft framar",
sagði ég ákveðinn.
„Jæja“, sagði hann. „Þú tekur
þá ábyrgð á því, en ekki veit ég
hvað karlinn segir.“
„Já, en nú er ég karlinn“, svar-
aði ég.
Um nóttina sáum við Sule
skerry og mikið var ég feginn. Það
hefði verið annað en gaman að
lenda á kolvitlausum stað, svona í
fyrsta túrnum sem skipstjóri í
Englandssiglingu. Við fengum
besta veður í gegnum Pentil, en
mótstraum. Um kvöldið, út af
Aberdeen, skall hann á með ofsa
austanveður.
Annar hásetinn á minni vakt,
gamall og reyndur sjómaður, kom
inn í brú og bað mig að tala við sig
einslega. Ég fór með honum niður
í skipstjóraklefa og spurði hvað
honum lægi á hjarta.
„Þú . . þú ert nú hérna, dálítið
ókunnugur á þessum slóðum og
46
Norðursjórinn er óskaplega vara-
samur í þessari átt. Það er ekki
sjólag þetta helvíti, þetta er hreint
eins og grunnbrot. Ég . . við höf-
um verið að ræða þetta og okkur
fannst réttast að við færum inn til
Aberdeen og lönduðum þar,
heldur en æða út í algera tvísýnu.
Ég hef fengið hérna vond veður, já
manndrápsveður, og mig langar
ekki til að lenda í öðru eins. Og þú
svona ungur maður, getur þú tekið
á þig þá miklu ábyrgð, þegar þér
reyndari menn telja hættu á
ferðurn?" Ég starði á hann sem
steini lostinn. Var mannfjandinn
að gera grín að mér? Skyndilega
sló þeirri hugsun niður í huga mér
að stýrimaðurinn stæði á bak við
þetta. Ég hafði haft á tilfinning-
unni það sem af var ferðinni, að
hann væri á móti mér og þætti
hálfgerð lítilsvirðing í því fyrir sig
að sigla með svona strákhvolpi
sem skipstjóra, en ekki getað
fengið minn skipstjóra ofan af því
að trúa mér fyrir skipinu. Nú ætl-
aði hann að narra mig inn til
Aberdeen, þar sem við höfðum
fengið lélega sölu túrinn á undan,
og láta svo skömmina lenda á mér
ef engin sala yrði. Það var ekki um
að villast, þetta var prógrammið
hjá þeim. En þeim skyldi ekki
verða kápan úr því klæðinu.
„Heyrðu nú Kaíli minn“, sagði
ég. „Mér var sagt að selja í Húll og
það ætla ég að gera. Austanrok
segir þú, en ert þú ekki búinn að
vera lengur á þessu skipi en ég? Jú
ég held það. Þú hefur kannski
aldrei komist í að hafa storminn á
hlið á honum. Jú, ég veit það og
við báðir. Nefndu mér eitt dæmi,
aðeins eitt, þar sem hann hefur
tekið á sig sjó, þegar stormur og
stórsjór hafa verið á hlið.“
„Ne .. nei, ég man það að vísu
ekki, en-en sjórinn er bara allt
öðruvísi hér í Norðursjónum en
við íslandsstrendur. Sjórinn er
miklu krappari hér og harðari og
ekki dytti Englendingum í hug að
sigla hér meðfram ströndinni í
svona aftökum, á ekki stærra
skipi.“
„Já, en nú erum við fslendingar.
Ég man ekki betur en ég hafi
stöðugt verið að sigla úfinn sjó frá
því að ég var smástrákur, og ég er
ekki dauður enn. Ætli maður fari
fyrr en maður á að fara, eða er það
Gamla góða merkið
w
TRETORN
Merki stígvélanna sem sjó-
menn þekkja vegna gæð-
anna.
Fáanleg:
Með eða án trésóla.
Með eða án karfahlífar
Stígvélin sem sérstaklega
eru framleidd með þarfir
sjómanna fyrir augum.
EINKAUMBOÐ
JÓN BERGSSON
H/F
LANGHOLTSVEGI 82
REYKJAVÍK
SÍMI36579
VÍKINGUR